Guitar Islancio Jazzhljómveit og Þjóðlagasveit

<p align="right"></p>Gítarleikararnir Björn Thoroddsen og Gunnar Þórðarson stofnuðu tríóið Guitar Islancio haustið 1998 ásamt Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara. Tríóið hefur, allt frá stofnun, notið mikilla vinsælda, haldið fjölda tónleika og komið fram á tónlistarhátíðum bæði hér á Íslandi og erlendis, m.a. í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Lettlandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Japan, Kína og á Spáni.</p> <p>Guitar Islancio hefur gefið út fimm geisladiska sem allir hafa fengið mjög góðar viðtökur og náði fyrsti diskurinn, “Guitar Islancio” gullsölu, og sá diskur ásamt “Guitar Islancio III” voru tilnefndir til íslensku tónlistarverðlaunanna sem jazzdiskar ársins. Á “Scandinavian Songs” leika þeir þjóðlög frá öllum Norðurlöndunum, Færeyjum og Grænlandi, en sá diskur var gefinn út í Japan. Haustið 2010 kom út safndiskurinn “Best of” sem hefur að geyma 15 valin þjóðlög af fyrrnefndum diskum auk nýrrar útgáfu af Tangó eftir Björn Thoroddsen, sem upphaflega kom út á “Guitar Islancio II”...</p> <p align="right">Af vefsíðu tríósins</p> <p>- - - - -</p> <p>Guitar Islancio was formed in 1998 by Björn Thoroddsen and Gunnar Thordarson and has since then performed across the globe, headlining concerts both in Iceland as well as in Scandinavia, mainland Europe, North-America and Asia.</p> <p>The trio has released five albums, four of which contain jazzed-up versions of Icelandic folk songs. The album “Scandinavian Songs” also includes music from all the Nordic countries, The Faroe Islands and Greenland. All five albums have been critically acclaimed and have received bestseller status in Iceland.</p> <p align="right">Fron the Guitar Islancio web-site</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Björn Thoroddsen Gítarleikari 1998
Gunnar Þórðarson Gítarleikari 1998
Jón Rafnsson Bassaleikari 1998

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.02.2018