Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar Danshljómsveit

Á timarit.is má fyrst finna Hljómsveit Baldurs auglýsta á Dansleik í Tjarnarcafé 7. desember 1946.

... Eftir ársdvöl á Akureyri, snéri Baldur hingað suður aftur og lék á ýmsum stöðum fram til 1944, er hann réðist til Þóris Jónssonar að Hótel Borg. Baldur lék að Hótel Borg í tæp þrjú ár, eða þangað til um haustið 1946. Þá vantaði hljómsveit í Tjarnarcafe og stofnaði Baldur þá sína eigin hljómsveit og réðist þangað. Meðlimir þessarar fyrstu hljómsveitar hans voru, Karl Karlsson, trommur, og hefur Karl alltaf leikið hjá Baldri síðan, Guðmundur Vilbergsson, með trompet og harmóniku og Guðmundur Norðdal, með klarinet. Guðmundur Norðdal hætti eftir nokkra mánuði og byrjaði Einar B. Waage þá að leika í hljómsveitinni og lék hann á altó-saxafón. Um haustið 1947 hætti svo bæði Einar og Guðmundur Vilbergsson. Einar hóf kennslu við Tónlistarskólann og hætti af þeim ástæðum, en Guðmundur réði sig til Kristjáns Kristjánssonar í KK-sextetinn. Í þeirra stað réði Baldur til sín tvo menn, er höfðu leikið með honum oft áður, þá Þórhall Stefánsson með kontrabassa og Stefán Þorleifsson, með tenór-sax og harmóniku.

Í byrjun ársins 1948 stækkaði Baldur hljómsveitina og réði Marinó Guðmundsson til sín, með trompet og guitar. Síðasta breytingin á hljómsveitinni var svo í vor, er Þórhallur Stefánsson hætti, en í hans stað kom Vilhjálmur Guðjónsson, með altó-saxafón og kjarinet. Er hljómsveitin eins og hún er nú skipuð, tvímælalaust sú bezta, er Raldur hefur haft. Leika þeir prýðilegar útsetningar, og hefur Raldur útsett margar þeirra ...

Íslenskir hljóðfæraleikarar. Jazzblaðið. 1. október 1948, bls. 4-5.

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Baldur Kristjánsson Píanóleikari 1946-09/11
Bragi Einarsson
Einar B. Waage Saxófónleikari 1946-09/11 1947-09/11
Guðmundur Norðdahl Klarínettuleikari 1946-09/11 1946-09/11
Guðmundur Vilbergsson Trompetleikari og Harmonikuleikari 1946-09/11 1947-09/11
Jóhannes Eggertsson Trommuleikari
Karl Jónatansson Trompetleikari
Karl Karlsson Trommuleikari 1946-09/11
Marinó Guðmundsson Trompetleikari og Gítarleikari 1948-01/02
Stefán Þorleifsson Saxófónleikari 1946-09/11
Stefán Þorleifsson Saxófónleikari og Harmonikuleikari 1947-09/11
Vilhjálmur Guðjónsson Saxófónleikari 1946-09/11
Vilhjálmur Guðjónsson Klarínettuleikari og Saxófónleikari 1948-03/05
Þórhallur Stefánsson Bassaleikari 1947-09/11 1948-03/05

Skjöl

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.12.2015