Trúbrot Rokksveit

Sveitina mynduðu tónlistarmenn úr Hljómum og Flowers í maí 1969. Bandið starfaði til 1973 og gaf út 4 hljómplötur sem listaðar eru á Wikipedia-síðu um sveitina:

  • Trúbrot (Fálkinn/EMI, 1969; Reissued on CD, Steinar, 1992; Reissued on LP + CD, Shadoks Music, 2010)
  • Undir Áhrifum (Fálkinn/Parlophone, 1970; Reissued on CD, Steinar, 1992; Reissued on LP + CD, Shadoks Music, 2010)
  • Lifun (Tónaútgáfan, 1971; Reissued on CD, Geimsteinn, 1991; Reissued on LP + CD, Shadoks Music, 2011)
  • Mandala (Private Press, 1972; Reissued on CD, Geimsteinn, 1996; Reissued on LP + CD, Shadoks Music, 2011)

Greinargóðan texta um sögu sveitarinnar má finna á Tónlist.is; höfundar ekki getið (11. júlí 2014). Þar segir meðal annars:

... Trúbrot kom fram í fyrsta sinn opinberlega í Sigtúni við Austurvöll snemma í júlímánuði [1969]. Leikin voru 12 erlend lög í nýjum útsetningum en samhæfingin þótti ekki nógu góð þrátt fyrir miklar æfingar vikurnar á undan. Strax daginn eftir hélt sveitin með Loftleiðavél til New York þar sem dvalið var í hálfan mánuð og troðið upp í litlum klúbbi í Yonkers undir nafninu Midnight Sun. Var þetta liður í að taka mesta glímuskjálftann úr mannskapnum fyrir væntanleg átök. Þegar hljómsveitin sneri aftur var verslunarmannahelgin fram undan og hafði Erlingur ráðið Trúbrot til að koma fram á útihátíð í Húsafellsskógi fyrir dágóða summu. Þar vakti hljómsveitin mikla hrifningu og þótti standa undir þeim væntingum sem til hennar voru gerðar. Tónlistarflutningurinn var í villtara lagi og krafturinn slíkur að annað eins hafði ekki heyrst eða sést hjá íslenskri poppsveit ...

Mannabreytingar urðu nokkrar í sveitinni meðan hún starfaði og er greint frá þeim í textanum sem vitnað er til hér ofar. Gunnar Jökull og Karl hættu tvisvar í bandinu. Í fyrra skiptið stuttu eftir að Karl og Shady yfirgáfu bandið eftir dansleik í Glaumbæ 21. júní 1970. Þá trommuðu í stuttan tíma Ari Jónsson úr Roof Tops og Magnús Magnússon sem verið hafið í Töturum. Ólafur Garðarsson settist svo við settið í ágúst; Óli hætti svo um áramótin. Í janúar 1971 gengu Kalli og Gunnar Jökull aftur í sveitina og voru með á plötunni Lifun. Karl stakk svo af eftir Saltvíkurhátíðina 1971. Engilbert Jensen kom inn sem söngvari í apríl 1972 fyrir upptökur á Mandala, fjórðu plötu sveitarinnar en Gunnar Jökull hætti í ágúst. Þá settist Ari Jónsson aftur við trommurnar og í október bættist Vignir Bergmann gítarleikari við; hafði spilað í Júdasi með Magnúsi Kjartanssyni. Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason kom fram með bandinu síðustu mánuðina þar til hætt var vorið 1973.

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Ari Jónsson Söngvari og Trommuleikari 1970-07 1970-07
Ari Jónsson Söngvari og Trommuleikari 1972-08 1973
Engilbert Jensen Söngvari 1972-04 1973
Gunnar Jökull Hákonarson Trommuleikari 1969-05 1970-07
Gunnar Jökull Hákonarson Trommuleikari 1971-01 1972-08
Gunnar Þórðarson Söngvari, Gítarleikari, Flautuleikari og Lagahöfundur 1969-05 1973
Karl Jóhann Sighvatsson Hljómborðsleikari 1969-05 1970-05-21
Karl Jóhann Sighvatsson Organisti 1971-01 1971-05-31
Magnús Kjartansson Söngvari, Lagahöfundur og Hljómborðsleikari 1969-05 1973
Ólafur Garðarsson Trommuleikari 1970-08 1971-01
Rúnar Júlíusson Söngvari og Bassaleikari 1969-05 1973
Shady Owens Söngkona 1969-05 1970-05-21

Skjöl

Trúbrot 1969 Mynd/jpg
Trúbrot 1970 Mynd/jpg

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.07.2014