Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Sinfóníuhljómsveit

<p>Sinfóníuhljómsveit Norðurlands (SN) var stofnuð haustið 1993 og hélt sína fyrstu tónleika þann 24. október það ár. Fyrirrennari SN, Kammerhljómsveit Akureyrar, var stofnuð árið 1987 af hljóðfæraleikurum sem flestir voru starfandi kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri. Við skólann hafði til margra ára verið starfrækt nemendahljómsveit sem kennarar veittu liðsauka þegar tónleikar nálguðust. Hélt sú hljómsveit tónleika undir nafninu Kammerhljómsveit Tónlistarskólans á Akureyri. Á níunda áratug síðustu aldar varð hlutur kennara og utanaðkomandi hljóðfæraleikara í þeirri hljómsveit sífellt meiri og 1987 var nafni hljómsveitarinnar breytt og tónleikar haldnir í fyrsta skipti undir merkjum Kammerhljómsveitar Akureyrar. Þann 16. október 1988 var stofnað Félag áhugamanna um rekstur Kammerhljómsveitar Akureyrar. Tilgangur félagsins var að vera nokkurskonar bakhjarl hljómsveitarinnar og veita aðstoð við framkvæmd tónleika í sjálfboðavinnu. Hljómsveitin fékk á þessum tíma nokkurn fjárstuðning frá Akureyrarbæ...</p> <p align="right">Af vef Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands (December 17. 2014)</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Guðmundur Óli Gunnarsson Stjórnandi 1993
Gunnlaugur Torfi Stefánsson Kontrabassaleikari
Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir Sellóleikari

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.04.2021