Staka Kammerkór

Staka er blandaður íslenskur kammerkór sem starfar í Kaupmannahöfn. Kórinn var stofnaður haustið 2004. Staka hefur komið fram á ýmsum tónleikum og uppákomum við góðar undirtektir. Fastir liðir í kórstarfinu eru þátttaka í kóramóti íslenskra kóra erlendis og kóramótum íslenskra, færeyskra og grænlenskra kóra í Kaupmannahöfn (NAK).

Kórmeðlimir Stöku eru að jafnaði um 16 íslenskir söngvarar sem flestir hafa sungið í kórum frá blautu barnsbeini. Margir hafa einhverja söng- eða tónlistarmenntun sér að baki. Verkefnaval Stöku er mjög fjölbreytilegt þó með megináherslu á nýlega tónlist. Það er eitt af markmiðum Stöku að kynna íslenska tónlistarmenningu í Danmörku.

Af vefsíðu kórsins (14. júní 2016)

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Finnur Karlsson Söngvari
Guðný Einarsdóttir Stjórnandi 2004 2006
Jónas Ásgeir Ásgeirsson Söngvari
Stefán Arason Stjórnandi 2006

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.06.2016