Todmobile Rokksveit
Árið 1988 birtust á skrifstofu Steina hf þrír tónlistarmenn með frumdrög að laginu "Sameiginlegt" í pússi sínu. Þetta voru þau Andrea Gylfadóttir, Þorvaldur Bjarni og Eyþór Arnalds. Þeir Þorvaldur og Eyþór voru félagar úr tónsmíðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Þorvaldur hafði áður lokið einleikaraprófi á klassískan gítar og Eyþór burtfararprófi á selló um sama leyti. Andrea hafði stundað sellónám og lokið prófi frá Söngskólanum í Reykjavík 1986. Samstarf þeirra hófst þegar Andrea lagði Þorvaldi og Eyþóri lið við flutning á námsverkefnum í Tónó. Þau höfðu svosem stigið í poppvænginn áður; Andrea með Grafík, Eyþór með Tappa Tíkarrassi og Þorvaldur með Pax Vobis en fýsti að nýta sér kynnin af klassíkinni til að semja popptónlist með alvarlegum undirtón og lagið "Sameiginlegt" var fyrsta skrefið á þeirri braut. Að uppbyggingu var það frekar óvenjulegt af popplagi að vera og gaf fyrirheit um frekari hræringar í lagasmíðum þremenninganna. Þau kusu að kalla sig "TODMOBILE" en þetta sérkennilega nafn fengu þau úr teiknimyndasögu sem vinur Þorvaldar var að fást við um svipað leyti. Þar ók ofurhetjan Tod D. Todson um á todmóbílnum...
Af FaceBook-síðu sveitarinnar.
Meðlimir
Nafn | Staða | Frá | Til | |
---|---|---|---|---|
![]() |
Andrea Gylfadóttir | Söngkona | 1988 | |
![]() |
Eiður Arnarsson | Bassaleikari | ||
![]() |
Eyþór Arnalds | Söngvari, Sellóleikari og Lagahöfundur | 1988 | 1993 |
![]() |
Eyþór Arnalds | Söngvari, Sellóleikari og Lagahöfundur | 2003 | 2011 |
![]() |
Eyþór Ingi Gunnlaugsson | Söngvari | 2011 | |
![]() |
Kjartan Valdemarsson | Hljómborðsleikari | ||
![]() |
Vilhjálmur Goði Friðriksson | Söngvari | 1996 | 1997 |
![]() |
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson | Gítarleikari | 1988 |
Tengt efni á öðrum vefjum
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.06.2016