<p>Kópavogssveit sem fyrst sést auglýst í Iðnó 26. ágúst 1967<span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.498039);">, ásamt Pops</span>. Mánuði síðar fjallar Morgunblaðið stuttlega um sveitina um leið og tónleikar eru auglýstir í Félagsheimili Kópavogs:</p> <blockquote>... Zoo er ein af yngstu unglingahljómsveitum á landini hér. Hún hefur mest leikið i Kópavogi, en einnig í Keflavík, Iðnó og á fleiri stöðum. Hljómsveitina skipa: Ari Kristinisson, orgelleikari, Bjögvin Gíslason, sólógítarleikari, Sigþór Hermannsson, bassaleikari, Ólafur Sigurðsson, bumbusláttarmaður, og Ólafur Torfason, söngvari. Þessir drengir leika í Félagsheimili Kópavogs í kvöld.“</blockquote> <p>FÍH auglýsti „Hljómleika unga fólksins“ í Háskólabíói 8. nóvember 1967. Þarna komu fram sveitirnar Bendix, Zoo, Eyjapeyjar, Sálin, Mánar, Ernir, Sonet og Flowers. Vísir og Tíminn skrifuðu um viðburðinn og fannst lítið til koma; sérstaklega hafi Zoo og Sonet lagt meira upp úr sviðsframkomu og klæðaburði en tónlistinni. tónleikarnir hafi líka einkennst af óreiðu og hávaða.</p> <p>Björgvin Gíslason segir um Zoo á vef sínum:</p> <blockquote>Við Smári Kjerrumgaard Bergsson gerðum innrás í Kópavoginn einhverntíma uppúr 1965 eða ’66. Aðalgæinn þar var Sigþór Hermannsson sem seinna varð Sissi í Zoo. En mín fyrsta hljómsveit var Flamingó þar sem voru Sissi, Ari Kristins (síðar kvikmyndatökumaður par excellence), Palli Eyvinds, Smári Kjerrumgaard og Steini trommari – auk mín. Flamingó varð svo fljótlega að Zoo en þá tók Óli Torfa við af Smára og Sissi fór á bassann í stað Palla. Við vorum að spila Small Faces, Who og fleira í þeim dúr og stældum Who með því að brjóta gítara. Sissi hafði nóg að gera við að tjasla hljóðfærunum saman eftir hverja spilahelgi. Zoo þótti bara nokkuð góð hljómsveit – í bullandi samkeppni við Bendix úr Hafnarfirði.</blockquote> <p>Zoo starfaði með ýmsum mannabreytingum fram í desember 1969; síðast undir nefnin Zoo Ltd. Kjarni sveitarinnar hélt þá áfram undir nafninu <a href="http://www.ismus.is/i/group/id-141">Tjáning</a>...</p>

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Ari Kristinsson Hljómborðsleikari 1967-08 1967-11
Björgvin Gíslason Gítarleikari 1967-08 1968-08
Gunnar Jósefsson Trommuleikari 1969 1969-12
Jón Ólafsson Bassaleikari 1968-02
Ólafur Sigurðsson Trommuleikari 1967-08
Ólafur Torfason Söngvari 1967-08
Sigþór Hermannsson Bassaleikari 1967-08 1968-02

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.10.2015