SAS tríóið Sönghópur

... Upphafið má rekja til þess að ég var í Gagnfræðaskóla verknáms og að SAS tríóið varð til fyrir skólaskemmtun árið 1957 og við sungum þarna þrír saman, ég, Sigurður Elísson og Ásbjörn Egilsson. Við komum fram með hljómsveit úr skólanum. Síðan gerist það að auglýst var dægurlagasöngvasamkeppni hjá Svavari Gests. Ég ákvað að fara þangað, einhverjir voru að hvetja mig til þess. Þá mundi Svavar eftir okkur frá þessari skemmtun og spurði hvort ég vildi ekki koma með félagana. Við vorum svo prufaðir. Síðan var haldin skemmtun í Austurbæjarbíói eins og tíðkaðist í þá daga. í framhaldi af því ákvað Tage Ammendrup að taka upp plötu með SAS tríóinu. Þá bjó Árni ísleifsson til hljómsveit sem hann kallaði Rokksveit Árna Ísleifs [bandið lék undir á plötunni: Árni Ísleifs - píanó, Pétur Urbancic - bassi, Karl Lillendahl og Reynir Jónsson]. Á plötunni voru tvö lög, lagið Jói Jóns öðrum megin og Allt í lagi hinum megin. Lögin voru tekin upp við frumstæður aðstæður í Landssímahúsinu við Austurvöll og þau voru spiluð heilmikið og náðu vinsældum...

Stefán Jónsson í Morgunblaðsviðtali 26. janúar 1997, bls. B8

Meðlimir

Nafn Staða Frá Til
Stefán Jónsson Söngvari 1957 1958

Skjöl

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 23.07.2015