Listamannaskálinn 1950-1960

Upplýsingar

Staðsetning Listamannaskálans sést vel af myndinni sem tekin er frá Landsímahúsinu við Austurvöll. Fremst, hægra megin Alþingishúss, stendur Kirkjustræiti 12. Í húsinu starfaði berklavarnarstöð Líknar 1941-1956 og húsið því vanalega nefnt „Líkn“. Það var hlaðið úr múrsteinum 1848 og flutt í Árbæjarsafn 1973. Aftan við Líkn stóð Listamannaskálinn 1943-1968. Húsið sem ber við Alþingishúsið og þak Líknar er Gúttó sem stóð á horni Templarasunds og Vonarstrætis, byggt 1887 á uppfyllingu út í Tjörnina; rifið 1968, sama ár og Listamannaskálinn.

Myndin er frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur merkt árabilinu 1950 til 1960.

Uppruni Magnús Daníelsson
Tengdir hlutir Listamannaskálinn (Staður)
Tegund Mynd (jpg)
Stærð 298,66KB

Skjal 2 af 5


Listamannaskálinn 1950-1960

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 5.01.2016