Gunnar á Akureyri 2014

Upplýsingar <p>Myndin er hluti verkefnisins Humans of Akureyri sem finna má á FaceBook. Þar fylgir eftirfarandi texti myndinni:</p> <p>„En ég er ekki innfæddur Akureyringur, viltu samt taka myndina?“</p> <p>„Já, auðvitað. Markmiðið er að mynda fólk á Akureyri og er því allt fólk á ferli innanbæjar gjaldgengt.“</p> <p>„Ég skal segja þér að þegar ég flutti hingað fyrir mörgum árum þá var mér sagt að það tæki 200 ár að gerast innfæddur.“</p> <p>„Samt er það þannig, að ef eitthvað bjátar á hjá einhverjum þá standa bæjarbúar ávallt saman sem einn til að aðstoða án þess þó að vera með óþarfa afskiptasemi.“</p> <p>„Ég var skólastjóri í tónlistarskóla á árum áður. Ég lærði fyrst á fiðlu en síðan bakbrotnaði ég og þurfti að hætta, síðar fór ég að kenna á gítar og ég spilaði á orgel. Ég var heillaður af orgelkonsert Jón Leifs.“</p> <p>„Að lokum langar mig að segja þér ástæðuna fyrir því að ég samþykkti myndatöku. Þannig er að mynd af móður minni var á sýningu sem hét „Fjölskylda þjóðanna“ (The family of man) og fór sú sýning um allan heim í kringum 1957.“</p>
Uppruni Linda Ólafsdóttir
Tengdir hlutir Gunnar H. Jónsson (Einstaklingur)
Tegund Mynd (jpg)
Stærð 439,16KB

Skjal 12 af 26


Gunnar á Akureyri 2014

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.08.2016