Gamall legsteinn

Upplýsingar <p>Legsteinn í fordyri Norðurtungukirkju. <p/><p> Legseinn þessi sem hér er í fordyri kirkjunnar er úr gamla kirkjugarðinum í Norðurtungu sem aflagður var árið 1895 en það ár var fyrst jarðsett í núverandi kirkjugarði. Legsteinninn, sem er úr Baulugrjóti, var týndur um tíma en fannst í fjárhúsvegghleðslu í kringum árið 1950. Áletrunin er eftirfarandi: <p/><p> + her: huiler : pall : haldors : son: sem : gud : hans : sal : hafe</p><p> (Hér hvílir Páll Halldórsson, sem Guð hans sál hafi)</p><p> Talið er að steinninn sé frá því um 1500 eða jafnvel fyrr (Þórgunnur Snædal 7. ág. 1999) en engar aðrar heimildir eru um Pál þennan frá þeim tíma. Skv. Íslendingabók og manntali árið 1703 er Páll Halldórsson skráður búandi á Galtarhöfða í Norðurárdal, þá 53 ára, en munar þá u.þ.b. 200 árum. Enga aðra að finna hér í sókn né nálægum sóknum með þessu nafni svo kunnugt sé. </p><p> Heimild: Upplýsingaskilti í fordyri kirkjunnar.</p>
Uppruni Jón Hrólfur Sigurjónsson
Tengdir hlutir Norðtungukirkja (Staður)
Tegund Mynd (jpg)
Stærð 27,66KB

Skjal 3 af 17


Gamall legsteinn