5.500 einstaklingar og 192 GB af jazz

Í dag eru 5.500 einstaklingar skráðir í Ísmús. Jafnframt hefur eldri skráning verið bætt og löguð. Áfram verður skráð og vonandi verður fljótlega hægt að tengja tónlistarmenn saman í hópa og hljómsveitir.

Annar merkis atburður varð í dag þegar Guðmundur Albertsson ánafnaði Tónlistarsafni jazz-ljósmyndasafn sitt, alls um 192 GB. Eitthvað fylgdi með af video-upptökum en myndirnar eru teknar á jazz-tónleikum ýmsum árin 2004-2013. Hluti safnsins hefur verið aðgengilegur á vefnum Jazzinn í myndum.

Jón Hrólfur

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.02.2014