Ísmús - Tónlistarmannatal með stórum staf
Í Ísmús eru nú skráðir nærri 3.750 einstaklingar (Sjá Efnisyfirlit - Einstaklingur) og 289 starfsheiti (Efnisyfirlit - Staða). Þar af eru skráðir 453 tónlistarmenn - lífs og liðnir (Efnisyfirlit - Staða og slá inn tónlistarmaður). Um suma tónlistarmenn eru skráðar nokkuð ítarlegar upplýsingar - t.d. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigfús Halldórsson og Guðmund Ingimundarson frá Bóndhól - um aðra er minna skráð.
Til stendur að gera skráðum Ísmús-notendum mögulegt að bæta inn upplýsingum beint í grunninn, ekki ólíkt því sem mögulegt er í Wikipedia. Þá munu upplýsingar í þessari miklu veitu áreiðanlega vaxa gríðarlega og Ísmús fljótt verða umfangsmesta upplýsingagátt um íslenska tónlistarmenn fyrr og nú.
Fréttir
Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur, Dúndurfréttir og Pops
Tónlistarsafn og RIFF - þöglar myndir og Söngsögur...
Ingimundur fiðla - sönglistarmaður
Stórbætt virkni og viðmót, hljómsveitir, videoviðtöl og 6.215 einstaklingar
5.500 einstaklingar og 192 GB af jazz
Leitin bætt, afmælisdagar og 5000 einstaklingar !
4.600 einstaklingar skráðir í Ísmús !
Prestar, tónlistarmenn og viðtöl við eldra fólk
Svipmyndir frá París - höfuðborg tónlistarinnar
Handrit Magnúsar Ingimarssonar
Uppfærslur, lagfæringar og viðbætur !
Ísmús: tæki til skapandi vinnu með þjóðararfinn
Ísmús-kynning í Farskóla safnmanna 2012