Uppfærslur, lagfæringar og viðbætur !

Ísmús byggir að mestu á tveim körlum, einni kerlingu og forritara. Að sumu leyti er því skiljanlegt að hægt gangi að uppfæra, laga villur og bæta við efni. Síðustu daga og vikur hefur viðmótið þó batnað talsvert auk þess sem villum hefur fækkað og undirliggjandi virkni batnað. Af nýlegum viðbótum má nefna:

Undirritaður fann fáeinar blaðaumfjallanir um Jón á Möðrudal, mest tengdar fráfalli kappans, og sótti þangað texta og nokkrar myndir. Myndir fengnar af Timarit.is eru sjaldnast góðar þó betri séu þær en engar. Þeir sem eiga efni (ljósmyndir, texta, hljóðrit, skjöl…) sem erindi á í Ísmús ættu að hafa samband. Þannig gætu þeir stuðlað að betri Ísmús. Fljótlega stefnum við svo á að notendur geta sjálfir sett inn efni og/eða lagað villur !

Jón Hrólfur

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.10.2012