Uppfærslur, lagfæringar og viðbætur !
Ísmús byggir að mestu á tveim körlum, einni kerlingu og forritara. Að sumu leyti er því skiljanlegt að hægt gangi að uppfæra, laga villur og bæta við efni. Síðustu daga og vikur hefur viðmótið þó batnað talsvert auk þess sem villum hefur fækkað og undirliggjandi virkni batnað. Af nýlegum viðbótum má nefna:
- Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari, sem varð áttræður 8. mars á þessu ári.
- Arne Ivar Petersen hljóðfærasmiður. Hann smíðaði m.a. fyrsta selló Erlings Blöndals.
- Jón Þórarinsson tónskáld og tónvísindamann sem lést 12. febrúar á þessu ári.
- Jón Aðalstein Stefánsson frá Möðrudal.
Undirritaður fann fáeinar blaðaumfjallanir um Jón á Möðrudal, mest tengdar fráfalli kappans, og sótti þangað texta og nokkrar myndir. Myndir fengnar af Timarit.is eru sjaldnast góðar þó betri séu þær en engar. Þeir sem eiga efni (ljósmyndir, texta, hljóðrit, skjöl…) sem erindi á í Ísmús ættu að hafa samband. Þannig gætu þeir stuðlað að betri Ísmús. Fljótlega stefnum við svo á að notendur geta sjálfir sett inn efni og/eða lagað villur !
Fréttir
Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur, Dúndurfréttir og Pops
Tónlistarsafn og RIFF - þöglar myndir og Söngsögur...
Ingimundur fiðla - sönglistarmaður
Stórbætt virkni og viðmót, hljómsveitir, videoviðtöl og 6.215 einstaklingar
5.500 einstaklingar og 192 GB af jazz
Leitin bætt, afmælisdagar og 5000 einstaklingar !
4.600 einstaklingar skráðir í Ísmús !
Prestar, tónlistarmenn og viðtöl við eldra fólk
Svipmyndir frá París - höfuðborg tónlistarinnar
Handrit Magnúsar Ingimarssonar
Uppfærslur, lagfæringar og viðbætur !
Ísmús: tæki til skapandi vinnu með þjóðararfinn
Ísmús-kynning í Farskóla safnmanna 2012
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.10.2012