Prestar, tónlistarmenn og viðtöl við eldra fólk

Þó ekki hafi komist í verk að birta nýja frétt á Ísmús í nærri fjára mánuði merkir það ekki iðjuleysi ;O)

Fram að stuttu sumarfríi fór tíminn allur í „Dans á eftir“ - nýja sýnngu Tónlistarsafns. Eftir sumarfrí hefur mest verið unnið í að bæta skráningu einstaklinga. Á fimmta hundrað prestar hafa verið skráðir og tengdir við þær kirkjur sem þeir þjónuðu. Einnig hafa tónlistarmenn verið ný-skráðir eða færslur um þá lagfærðar. Bráðlega verður svo byrjað að skrá hópa (hljómsveitir, kóra...) sem verður mikil viðbót - meira um það síðar.

Bjarki Sveinbjörnsson ferðast nú um Vesturland og Vestfirði þar sem hann tekur video-viðtöl við eldri heimamenn um tónlistarlífið fyrrum; efnið ratar síðar í Ísmús.

Til gamans læt fylgja hér list yfir nokkra tónlistarmenn sem skráðir hafa verið uppá síðkastið:

Jón Hrólfur

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.09.2013