Prestar, tónlistarmenn og viðtöl við eldra fólk
Þó ekki hafi komist í verk að birta nýja frétt á Ísmús í nærri fjára mánuði merkir það ekki iðjuleysi ;O)
Fram að stuttu sumarfríi fór tíminn allur í „Dans á eftir“ - nýja sýnngu Tónlistarsafns. Eftir sumarfrí hefur mest verið unnið í að bæta skráningu einstaklinga. Á fimmta hundrað prestar hafa verið skráðir og tengdir við þær kirkjur sem þeir þjónuðu. Einnig hafa tónlistarmenn verið ný-skráðir eða færslur um þá lagfærðar. Bráðlega verður svo byrjað að skrá hópa (hljómsveitir, kóra...) sem verður mikil viðbót - meira um það síðar.
Bjarki Sveinbjörnsson ferðast nú um Vesturland og Vestfirði þar sem hann tekur video-viðtöl við eldri heimamenn um tónlistarlífið fyrrum; efnið ratar síðar í Ísmús.
Til gamans læt fylgja hér list yfir nokkra tónlistarmenn sem skráðir hafa verið uppá síðkastið:
- Árni Elfar
- Árni Beinteinn Gíslason
- Árni Kristjánsson
- Ási í Bæ
- Áskell Snorrason
- Ásta Einarsson
- Bjarni Þorsteinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brynjólfur Þorláksson
- Eggert Stefánsson
- Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli
- Einar Kristjánsson óperusöngvari
- Einar Markan
- Elías Bjarnason
- Ellý Vilhjálms
- Elma Gíslason
- Emil Thoroddsen
- Eyþór Stefánsson
- Friðrik Bjarnason
- Gissur Elíasson
- Grettir Björnsson
- Guðlaugur A. Magnússon
- Guðmundur R. Einarsson
- Guðrún Á. Símonardóttir
- Gunnar Egilsson
- Gunnar Jökull Hákonarson
- Gylfi Þ. Gíslason
- Haukur Morthens
- Heinz Edelstein
- Hendrik Rasmus
- Hjörtur Lárusson
- Ingólfur Guðbrandsson
- Ísólfur Pálsson
- Jakob Hallgrímsson
- Jón S. Jónsson
- Jón Leifs
- Jón Þórarinsson
- Jónas Pálsson
- Kristján Kristjánsson
- Magnús Blöndal Jóhannsson
- Ólafur Hallsson
- Ragnar H. Ragnar
- Steingrímur Kristján Hall
- Sigurbjörn Sigurðsson
- Thordis Louise Ottenson Gudmunds
- Þórður Sveinbjörnsson
Jón Hrólfur
Fréttir
Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur, Dúndurfréttir og Pops
Tónlistarsafn og RIFF - þöglar myndir og Söngsögur...
Ingimundur fiðla - sönglistarmaður
Stórbætt virkni og viðmót, hljómsveitir, videoviðtöl og 6.215 einstaklingar
5.500 einstaklingar og 192 GB af jazz
Leitin bætt, afmælisdagar og 5000 einstaklingar !
4.600 einstaklingar skráðir í Ísmús !
Prestar, tónlistarmenn og viðtöl við eldra fólk
Svipmyndir frá París - höfuðborg tónlistarinnar
Handrit Magnúsar Ingimarssonar
Uppfærslur, lagfæringar og viðbætur !
Ísmús: tæki til skapandi vinnu með þjóðararfinn
Ísmús-kynning í Farskóla safnmanna 2012
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.09.2013