Ísmús efni á Facebook !

Undanfarið hefur mikið verið unnið í Ísmús-innviðum og er sú vinna ekki alltaf augljós notendum. Ástæða er til að vekja athygli á nýjum möguleika sem datt inn í dag. Notendur geta nú miðlað áhugaverðu efni úr Ísmús beint á Facebook. Hugmyndin er komin frá notanda sem sýnir vel að góðar hugmyndir eru ekki endilega sýnilegar okkur sem daglega vinnum við Ísmús.

Við hvetjum notendur til að benda okkur á allt sem þeim finnst betur mega fara og hika ekki við að nefna hugmyndir, hversu skrítnar eða skondnar þær kunna að virðast.

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 5.01.2013