Ísmús og endurvinnsla arfsins

Skráðir notendur Ísmús grunnsins geta nú vistað einstakar færslur eða leitarniðurstöður á sérstöku svæði (sarpi) til síðari nota. Hljóðskrám er líka hægt að hlaða niður, t.d. til nota í kennslu, seinni tíma hlustunar eða skapandi vinnu af einhverju tagi. Dæmi um skapandi endurvinnslu er meðferð Einars Sverris Tryggvasonar á „andarteppuþulu“ Jóns Stefánssonar frá Möðrudal. Þraut Jóns var hljóðrituð 1964 þegar hann var 84 ára. Hér er hugtakið „andarteppuþula“ útskýrt og sagt frá hvernig þessi endurvinnsla Einars Sverris kom til.