Handrit Magnúsar Ingimarssonar

Ingibjörg Björnsdóttir, ekkja Magnúsar Ingimarssonar, færði Tónlistarsafni Íslands nýlega öll handrit Magnúsar. Handritin hafa nú verið flokkuð, skráð og sett í öskjur til varanlegrar varðveislu.

Magnús var landskunnur píanisti og starfaði með öllum helstu tónlistarmönnum landsins frá því snemma á sjötta áratug 20. aldar. Sem útsetjari var Magnús afkastamikill og vann sem slíkur jöfnum höndum með jazzistum, poppurum, kórum og klassískum tónlistarmönnum (Sinfóníuhljómsveitinni til dæmis).

Verk Magnúsar sem nú hafa verið flokkuð spanna árin 1960 til 2000, um 200 verknúmer auk 34 syrpunúmera, alls 26 öskjur.

Nú eiga tónlistarmenn, rannsakendur eða aðrir áhugasamir greiðan aðgang að þessu verki Magnúsar í Tónlistarsafni Íslands.

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 30.04.2013