Hver var Gísli í Eilífðinni?
Svarið má að hluta finna þeim tveimur blaðagreinum sem tengdar eru Gísli í Ísmús og gefa ágæta sýn á manninn og lífsbaráttu almennings á fyrri hluta 20. aldar.
Ævi Gísla er um marg merkilega og ströng. Hann vann erfiðisvinnu framan af, eignaðist 14 börn en missti konuna og varð að leggjast inn á berklahælið á Vífilsstöðum frá stórum barnahópi. Á Vífilsstöðum dvaldi Gísli það sem eftir var ævinnar – sem starfsmaður eftir að hann sigraðist á berklunum. Þar rak hann líka útvarpsstöð fyrir sjúklingana í nærri 20 ár. Það framtak Gísla var einstakt í alla staði og verðskuldar rannsókn og athygli. Um helmingur plötusafns Gísla, sem var uppistaðan í útvarpinu og taldi um 6000 plötur þegar mest var, er nú varðveittur í Tónlistarsafni Íslands og bíður nánari skoðunar eins og raunar ævi og störf Gísla í stærra samhengi.
Enn vantar þó efni og upplýsingar um Gísla (dánardægur hans, ljósmyndir, upplýsingar um útvarpsstarsemina, fyllra æviágrip og nöfn barna hans). Þeir sem eitthvað vita frekar um Gísla eða afkomendur hans mega gjarnan hafa samband við Tónlistarsafn Íslands.
Fréttir
Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur, Dúndurfréttir og Pops
Tónlistarsafn og RIFF - þöglar myndir og Söngsögur...
Ingimundur fiðla - sönglistarmaður
Stórbætt virkni og viðmót, hljómsveitir, videoviðtöl og 6.215 einstaklingar
5.500 einstaklingar og 192 GB af jazz
Leitin bætt, afmælisdagar og 5000 einstaklingar !
4.600 einstaklingar skráðir í Ísmús !
Prestar, tónlistarmenn og viðtöl við eldra fólk
Svipmyndir frá París - höfuðborg tónlistarinnar
Handrit Magnúsar Ingimarssonar
Uppfærslur, lagfæringar og viðbætur !
Ísmús: tæki til skapandi vinnu með þjóðararfinn
Ísmús-kynning í Farskóla safnmanna 2012
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 14.02.2013