Svipmyndir frá París - höfuðborg tónlistarinnar

Í mars sl. birtum við Ísmús-frétt um Irmu Weile Jónsson, stórmerkra konu sem giftist árið 1938 Ásmundi Jónssyni skáldi frá Skúfsstöðum og bjó eftir það á Íslandi. Irma var hámenntuð í tónlist og lét til sín taka í menningar- og líknarmálum eftir að hún flutti til Íslands auk þess sem hún varð frumkvöðull í ferðamálum.

Nú hefur komið í ljós erindi eftir Irmu frá 1961, Svipmyndir frá París - höfuðborg tónlistarinnar, sem tvívegis var flutt í Ríkisútvarpinu. Erindið er nú aðgengilegt í Ísmús.

Jón Hrólfur

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.09.2013