Ísmús: tæki til skapandi vinnu með þjóðararfinn
Nótan - uppskeruhátíð tónlistarskóla á Ísland, verður haldin í fjórða sinn nú í vor (og í annað sinn í Hörpu). Veittar eru viðurkenningar í grunn-, mið- og framhaldsnámi og einnig fyrir einleiks- / einsöngsatriði, samleiks- / samsöngsatriði og frumsamið tónverk / eða frumlegt atriði. Nú hefur Félag tónlistarskólakennara (FT) komin fram með þá hugmynd að verk í síðastnefnda flokknum byggi á eða gangi út frá íslenskum músík- og menningararfi í víðum skilningi - útsetningu, hljóðblöndun, endurvinnslu (remix), eða uppfærslum af einhverju tagi.
Ísmús er hugsaður til að miðla menningararfinum, meðal annars í þessum tilgangi. Nú er unnið eins hratt og mögulegt er við að aðlaga notendaviðmót á Ísmús sem auðveldar vinnu af þessu tagi. Hugmyndin FT er því kærkomin og verður sérstaklega kynntur á Svæðisþingum tónlistarskólakennara sem fram fara á sex stöðum víða um land nú í september og október.
Fréttir
Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur, Dúndurfréttir og Pops
Tónlistarsafn og RIFF - þöglar myndir og Söngsögur...
Ingimundur fiðla - sönglistarmaður
Stórbætt virkni og viðmót, hljómsveitir, videoviðtöl og 6.215 einstaklingar
5.500 einstaklingar og 192 GB af jazz
Leitin bætt, afmælisdagar og 5000 einstaklingar !
4.600 einstaklingar skráðir í Ísmús !
Prestar, tónlistarmenn og viðtöl við eldra fólk
Svipmyndir frá París - höfuðborg tónlistarinnar
Handrit Magnúsar Ingimarssonar
Uppfærslur, lagfæringar og viðbætur !
Ísmús: tæki til skapandi vinnu með þjóðararfinn
Ísmús-kynning í Farskóla safnmanna 2012