Stórbætt virkni og viðmót, hljómsveitir, videoviðtöl og 6.215 einstaklingar
Þó undanfarið hafi fáar frétti birst hér af Ísmús hefur starfsemin ekki legið útaf. Virkni og viðmót grunnsins hefur stórlega batnað eins glöggt má sjá á skráningu einstaklinga. Skráning efnis almennt hefur líka jafnt og þétt mjakast:
- Einstaklingar eru nú orðnir rúmlega 6.200. Efnisyfirlitið gefur líka nokkra sýn yfir umfang grunnsins (fjöldatölur við yfirskriftir).
- Videoviðtöl við fólk fætt fyrir miðja síðustu öld sem Tónlistarsafn hefur undanfarið safnað í heimildaskyni eru nú aðgengileg í mjög bættu viðmóti. Birtum viðtölum mun fjölga hratt á næstu vikum.
- Loks má nefna skráningu hópa sem nú er möguleg og hafa þegar 18 hljómsveitir verið grunn-skráðar.
Nú eru vel þegnar athugasemdir og ábendingar um allt sem betur má fara. Framgangur verkefnisins byggir ekki síst á þátttöku og viðbrögðum almennings.
Fréttir
Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur, Dúndurfréttir og Pops
Tónlistarsafn og RIFF - þöglar myndir og Söngsögur...
Ingimundur fiðla - sönglistarmaður
Stórbætt virkni og viðmót, hljómsveitir, videoviðtöl og 6.215 einstaklingar
5.500 einstaklingar og 192 GB af jazz
Leitin bætt, afmælisdagar og 5000 einstaklingar !
4.600 einstaklingar skráðir í Ísmús !
Prestar, tónlistarmenn og viðtöl við eldra fólk
Svipmyndir frá París - höfuðborg tónlistarinnar
Handrit Magnúsar Ingimarssonar
Uppfærslur, lagfæringar og viðbætur !
Ísmús: tæki til skapandi vinnu með þjóðararfinn
Ísmús-kynning í Farskóla safnmanna 2012
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.07.2014