Hver var þessi kona?

Evrópumaður í besta skilningi; af ungverskum aðalsættum í móðurætt; átti dansk-þýskan fornfræðing að föður; fædd í Sviss en uppalin í Berlín og á Ítalíu þar sem Puccini, Vilhjálmur þýskalandskeisari og aðrir úr mennta-, menningar og yfirstétt Evrópu voru meðal heimilisvina; lærði á píanó í Berlín, samtíða Claudio Arrau, m.a. hjá Martin Krause sem verið hafði nemanda Franz Liszts; útskrifaðist með láði sem píanóleikari; lærði söng í Berlín og á Ítalíu; þekkti Kodály og frumflutti sönglög hans; söng um alla Evrópu á 3. og 4. áratug 20 aldar; giftist íslensku skáldi og gerðist íslenskur ríksiborgari; lét að sér kveða í mánnúðar- og menningarmálum; var frumkvöðull í íslenskum ferðamálum og landkynningu; flutti meðal annars landkynningarerindi á vegum Ríkisútvarpsins á ensku, frönsku, ítölsku, þýsku og dönsku og voru þetta fyrstu útvarpssendingar héðan sem ætlaðar voru útlendum áheyrendum; talaði ungversku, spænsku og íslensku auk ofantalinna tungumála...

Hver var þessi stór-merkilega kona? Man einhver eftir henni nú?

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.03.2013