Ísmús-kynning í Farskóla safnmanna 2012

Bjarki Sveinbjörnsson mun kynna Ísmús stuttlega í Farskóla safnmanna 2012 sem stendur 19.-21. september í Hofi á Akureyri. Þetta er áhugavert þar sem ekki hefur lengi komið fram merkara tæki en Ísmús til miðlunar músík- og menningararfi þjóðarinnar til fræðimanna jafnt og almennings. Unnið er eins hratt og kostur er við að laga villur og bæta tæknilega agnúa sem óhjákvæmilega fylgja svona flóknu tæki. Ísmús er þó þegar mjög gagnlegur þeim sem skoða vilja þennan þátt menningarinnar. Skráðir notendur geta til að mynda safnað í sarp leitarniðurstöðum eða einstökum færslum til síðari úrvinnslu. Hljóðskrár (viðtöl, söngur, sögur, lýsingar) geta skráður notendur líka sótt niður á sínar tölvur og síðan notað áfram með margvíslegum hætti. Fljótlega mun skráðum notendum einnig gert mögulegt að bæta efni beint í Ísmús (samanber Wikipedia).

Uppfært 17.09.2012