Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur, Dúndurfréttir og Pops

Ísmús býður upp á öfluga skráningu hljómsveita og tónlistarhópa og eru þegar grunnskráðir um 150 hópar. Ekki er gert upp á milli hópa – þó bandið þurfi helst að hafa náð úr æfingahúsnæðinu. Sinfóníuhljómsveit Íslands er því skráð líkt og Kópavogsbandið Zoo, jazztríóið 3/4, Dúndurfrétir og Lúðrasvetin Svanur svo örfá dæmi séu tekin.

Engar upplýsingar eru skráðar oftar en einu sinni en þess í stað tengt í síður einstaklinga, ljósmyndir, myndskeið og önnur gögn. Hver einstaklingur (meðlimur hóps) fær sína síðu þar sem tengt er í gögn og upplýsingar sem honum tengjast eða þau sértaklega skráð.

Tímarit.is er ómetanlegur heimildabrunnur í svona vinnu – t.d. þegar reynt er að rekja feril hljómsveitar eða tónlistarmanns. Villur og/eða ónákvæmar upplýsingar er þó eitthvað sem ekki verður framhjá komist og eru notendur grunnsins vinsamlegast beðnir velvirðingar á slíku – mega gjarna leiðrétta eða benda á það sem betur má fara. Eins vantar oft áhugaverðar ljósmyndir sem fyllt geta í myndina.

Helst vildum við opna fyrir hvern sem er að bæta inn upplýsingum eða lagfæra og verður sá möguleiki vonandi að veruleika er frá líður. Þangað til vonum við að þetta puð okkar verði til einhvers gagns og gamans.

Jón Hrólfur

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.10.2015