4.600 einstaklingar skráðir í Ísmús !
Í gær höfðu 4.600 einstaklingar verið skráður í Ísmús. Þá hafði persónum í grunninum fjölgað um nærri 1000 frá því hann var opnaður með endurbættu viðmóti fyrir rúmu ári. Ekki eru skráðir einstaklingar allir tónlistarmenn. Sumir eru eða voru prestar, prentarar, sjómenn eða skáld, svo dæmi séu tekin, en margir tónlistarmenn jafnframt. Alls eru skráð 334 starfsheiti í Ísmús (sjá Efnisyfirlit - Stöður og störf).
Í lok síðustu fréttar var lofað upplýsingum um hópaskráningu sem er væntanlegri viðbót við Ísmús. Forritun er á loka metrunum og verður frétt um málið birt strax og hægt verður að skoða skráðan hóp. Ætlunin er meða annars að sýna mannabreytingar á myndrænan hátt og þannig gera grein fyrir þróun hóps yfir þann tíma sem hann starfaði.
Jón Hrólfur
Fréttir
Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur, Dúndurfréttir og Pops
Tónlistarsafn og RIFF - þöglar myndir og Söngsögur...
Ingimundur fiðla - sönglistarmaður
Stórbætt virkni og viðmót, hljómsveitir, videoviðtöl og 6.215 einstaklingar
5.500 einstaklingar og 192 GB af jazz
Leitin bætt, afmælisdagar og 5000 einstaklingar !
4.600 einstaklingar skráðir í Ísmús !
Prestar, tónlistarmenn og viðtöl við eldra fólk
Svipmyndir frá París - höfuðborg tónlistarinnar
Handrit Magnúsar Ingimarssonar
Uppfærslur, lagfæringar og viðbætur !
Ísmús: tæki til skapandi vinnu með þjóðararfinn
Ísmús-kynning í Farskóla safnmanna 2012
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.10.2013