Spurt og svarað
Af hverju er ekki mynd af ömmu?
Augljóst er að ljósmyndir af fólki, bæjum eða stöðum er tengjast efni sem Ísmús geymir myndu auka upplýsingagildi til muna. Ljósmyndir af þessu tagi eru helst í eigu einstaklinga. Þeir sem eiga eða vita um ljósmyndir eru eindregið hvattir til að hafa sambandi.
Af hverju vantar hljóðrit?
Ef hljóðrit vantar og ekki birtar skýringar þar á geta ýmsar ástæður verið fyrir því sem hægt er að svara í tölvupósti.
Hér vantar skráningu...
Skráning er víða ófullkomin og eru upplýsingar afar vel þegnar frá þeim sem búa yfir upplýsingum sem bætt geta úr því.
Má ég nota hljóðrit og gögn úr Ísmús að vild?
Það efni sem birt er í Ísmús má brúka til einkanota, miðla til vina og vandamanna og nota til kynningar, við kennslu og rannsóknir. Fjölföldun efnisins til útgáfu eða sölu verður þó að gera í samvinnu við eða með leyfi þess sem varðveitir frumgögnin.
Þetta er vitlaust skráð...
Villur í skráningu eru óhjákvæmilegar. Þeir sem rekast á ranga skráningu og vita betur eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband svo bæta megi rangfærslur.
Fréttir
Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur, Dúndurfréttir og Pops
Tónlistarsafn og RIFF - þöglar myndir og Söngsögur...
Ingimundur fiðla - sönglistarmaður
Stórbætt virkni og viðmót, hljómsveitir, videoviðtöl og 6.215 einstaklingar
5.500 einstaklingar og 192 GB af jazz
Leitin bætt, afmælisdagar og 5000 einstaklingar !
4.600 einstaklingar skráðir í Ísmús !
Prestar, tónlistarmenn og viðtöl við eldra fólk
Svipmyndir frá París - höfuðborg tónlistarinnar
Handrit Magnúsar Ingimarssonar
Uppfærslur, lagfæringar og viðbætur !
Ísmús: tæki til skapandi vinnu með þjóðararfinn
Ísmús-kynning í Farskóla safnmanna 2012
Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 27.04.2016