AM 80 b 8vo Hymni

Saga

<p>AM. 80, 8vo. Perg.b. 34,6 x 25,6 cm. 1 bl. Skr. 1473, delvis med rødt blæk. Brudstykke af en latinsk hymne med melodien tilsat i noder - med tilföjelse af en islandsk meddelelse om håndskriftets udførelse for Jomfru Maria på Múnkaþverá. Vedlagt er Arne Magnussons egenhændige afskrift af den islandske meddelelse. Herkomst og hist.: På en vedlagt seddel meddeler Arne Magnusson „Þetta pergamentsblad eignadest eg A. M. ANNO 1715 i Kaupmanna höfn af Þorsteine Sigurdsyne, Syslu manni i Mula Syslu, hann hafdi þad feinged hia almuga bonda einum i Eyafirde, og hafdi sa eckert meira af bökinni enn þetta einstaka blad. sagdest sä og ecki muna riett af hverium þad feinged hefdi. hefdi so til sin flækst frä einhverjum ödrum. er öefad komed i fyrstu fra Munkaþverä og mun bokin sialf eydilögd vera“. Benyttelse og beskr.: Småstykker udg. af Samfund til udg. af gammel nordisk litt. nr 6 (Kbh. 1885), hvor den nævnte islandske meddelese er aftrykt.</p> <p align="right">Úr Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling.</p> <p>AM. 80, 8vo. Þetta skinnhandrit í safni Árna Magnússonar á Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn er hið elzta íslenzka handrit, þar sem tvísöngur er nóteraður, og, eptir því sem jeg frekast veit, hið elzta handrit á öllum Norðurlöndum, sem sýnir fleirraddaðan söng. Blaðið er að eins eitt, og er í arkarbroti, úr gamalli latínskri messusöngsbók á Íslandi. Ofan til á fremri síðu blaðsins er partur af Agnus dei, og síðan byrjar Credo, sem er nóterð hjer á eptir, en ekki er það heilt, því blaðið tekur fyr enda. Af Agnus dei er að eins byrjunin með tveimur röddum, en svo hefur skrifarinn sleppt eða gleymt að setja fylgiröddina áfram. Þetta pergamentsblað er komið frá klaustrinu á Munkaþverá í Eyjafirði, og er skrifað 1473 af Jóni Þorlákssyni. Eptirfylgjandi klausa er skrifuð með rauðu bleki neðan undir eftir nótnalínuna (en latínski testinn undir hina neðri):</p> <blockquote>Jón Þorláksson hefir skrifat þessa bók. En hana ljet gjöra Bjarni, son júnkæra Ívars Hólms, og hann gaf hana jungfrú Maríu að Munkaþverá með þeim skilmála, að þau laun, sem María vill honum unna hjer fyrir, vill hann annars heims hafa, þá honum liggr mest á og hans sál varðar mestu og allra þeirra hans náunga, sem hún vill, at þess njóti. Hefir fyr skrifaðr Bjarni lýst þessa bóka fyrsta, en hann bjó á Meðalfelli í Kjós suðr. Þá var Einar ábóti á Munkaþverá, biskup Ólafr á Hólum, biskup Sveinn í Skálholte, kóng Kristófur yfir Noregi, Svíaríki og Danmörk. Anno domini millesimo quadrigentesimo septuagesimo tercio. Biðit fyrir Bjarna, múnkar!“.</blockquote> <p>Er þá komið á móts við ad dexteram í latínska textanum, og úr því er autt bilið á milli nótnanna. Bjarni þessi var af heldri manna ættum og var sonarsonur Vigfúsar Ívarssonar Hólms.</p> <p>Það er álitið, að þessi Jón Þorláksson sje hinn sami maður og sá, er lifði lengi í Bolungarvík á Vestfjörðum. Er þess getið um hann, að hann hafi verið hinn bezti skrifari á öllu Vesturlandi, og hafi skrifað flestallar kirkjusöngsbækur í þeim landsfjórðungi. Það er líka sannast að segja, að þetta skinnblað er ágætlega skrifað; en latínan er mjög bundin og skammstöfuð eins og títt var á þeim tímum. Þess er enn fremur getið um þennan Jón, að þá er hann var dáinn, stirðnuðu ekki þrír fingurnir á hægri höndinni; var þá pennastöng með penna látin á milli fingranna, og skrifuðu fingurnir þá þessi orð úr Ave María: „Gratia plena. Dominus tecum!“ (Sbr. dr. Hammerich: Studier over isl. Musik, 22-3.)</p> <p>Cantus firmus eða aðalröddin í þessu Credo er í dóriskri tóntegund og er hvergi sett b fyrir framan h. Raddirnar fara iðuglega hvor upp fyrir aðra, eða hvor niður fyrir aðra. Kvart kemur hjer mjög sjaldan fyrir, og aldrei kemur fyrir hvor kvartinn á eptir öðrum. Hvað þessi einkenni snertir, er þetta Credo mjög líkt tvísöng vorum á seinni öldum. En eins og annars staðar er tekið fram, þar sem sjerstaklega er talað um tvísöng 18. og 19. aldarinnar, þótt kvintarnir auðvitað sjeu aðal-tónbilið, eða það, sem langoptast kemur fyrir.</p> <p>Þetta Credo hefur dr. Angul Hammerich tekið upp í ritgjörð sína: Studier over islandsk Musik, og er það þar bæði í facsimile eptir skinnhandritinu, og einnig með nótum þessara tíma, eins og það er nóterað hjer á eptir.</p> <p>[Hér fer á eftir umritun, bls. 149-155, en síðan eftirfarandi texti]</p> <p>Hjer endar blaðið. Síðasta nótan stendur að vísu ekki á skinnblaðinu, heldur er þar, neðst á síðunni, eins og siður var áður fyrri, tilvísun eða merki, er sýnir, hvaða nóta sje efst á næsta blaðsíðu. Þetta skinnblað segist Árni Magnússon hafa eignazt 1715 í Kaupmannahöfn af Þorsteini Sigurðssyni sýslumanni í Múlasýslu, en hann hafði fengið það hjá almúgabónda einum í Eyjafirði; ekki vissi bóndi sá hvernig blaðið hefði flækzt til sín og ekki hafði hann nein fleiri blöð úr bókinni. Það skal tekið fram, að í Jesperssöns Graduale, Kmhöfn. 1573, er þetta Credo með nótum, og eru nóturnar yfir fjórum fyrstu orðunum (sem presturinn tónar) alveg eins og hjer; en yfir öllum hinum textanum (sem söngflokkurinn hefur sungið, annaðhvort einn, eða með prestinum), eru nóturnar allt öðruvísi og hvergi líkar; þetta Credo er að eins einraddað í Jesperssöns Graduale, en textinn er alveg eins, orð fyrir orð, og hjá oss, nema í handritinu vantar lítið eitt aptan af, og er það þannig í hinni prentuðu bók; „Confiteor unum baptisma in remissionem peccatorum. Et expecto ressurrectionuem mortuorum. Et vitam venturi seculi, Amen.“ Í 1. útg. Grallarans hjá oss er þetta Credo alveg eins og í Jesp. Graduale.</p> <p align="right">Íslensk þjóðlög, bls. 147-149 og bls.155.</p> <p align="right">Sjá einnig diktorsritgerð Árna Heimis Ingólfssonar, <h href="http://www.ismus.is/i/person/id-1005492">These are the Things You Never Forget“: The Written and Oral Traditions of Icelandic Tvísöngur.</h></p>

Nánar um handritið á handrit.is

001r -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Ekkert skráð
Upplýsingar:
Ekkert skráð

001v -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Ekkert skráð
Upplýsingar:
Ekkert skráð

Uppruni Ekki skráð
Aldur 1473
Kirkjuleg tengsl Latneskir sálmar
Handritsgerð Skinnhandrit
Varðveislustaður Stofnun Árna Magnússonar
Samsafn Handrit úr safni Árna Magnússonar
Höfundur Ekki skráð
Skrifari Ekki skráð
Útgefandi Ekki skráð

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 16.10.2017