Hólabókin 1619 Psalma Bok Islendsk

Saga

Hólabókin: Hinn katólski kirkjusöngur eða latínusöngurinn leið að mestu undir lok við siðaskiptin, eins og eðlilegt var, en í hans stað kom hinn lúterski kirkjusöngur, sem stundum er kallaður Grallarasöngur. Fyrst framan af var latínusöngurinn þó ekki útilokaður með öllu; er svo að sjá, af formálanum fyrir 2.—5. útgáfu Grallarans, að Guðbrandur biskup hafi ekki viljað að latínusöngurinn fjelli alveg niður: og í formálanum fyrir 6. útgáfunni segir Þórður biskup Þorláksson, að þá sje latínusöngurinn mjög óvíða við hafður á landinu, að undanteknum dómkirkjunum báðum, og þeirra vegna segist hann ekki sleppa honum alveg, svo nokkur munur verði á messugjörðinni á stórhátíðum og á öðrum helgum dögum. Í síðari útgáfum Grallarans er þessum söng með öllu sleppt. Í hinum fyrstu lútersku sálmabókum, sem út voru gefnar, voru engar nótur. Ólafur Hjaltason, hinn fyrsti lúterski biskup á Norðurlandi (f. 1484), var af Jóni biskupi Arasyni settur frá prestsembætti 1549, af því að Ólafur hafði látið syngja lúterska sálma í Laufáskirkju. Litlu síðar varð Ólafur biskup eptir Jón. Hann var hinn fyrsti biskup, sem tók sjer fyrir hendur að leggja útlenda sálma út á íslenzku, en ekki voru útleggingar hans góðar. Árið 1552 gaf hann einnig út nokkra lúterska sálma á íslenzku, en hvergi er sú bók til nú, svo menn viti.Næstu sálmabókina, hina elztu, sem menn nú þekkja af íslenzkum sálmabókum, gaf út Marteinn Einarsson, biskup í Skálholti, 1555. Formálinn fyrir þeirri bók er eptir þá verandi Sjálandsbiskup Petrus Palladius. Marteinn biskup lagði marga sálma út á íslenzku, og voru útleggingar hans bæði betri en útleggingar Ólafs biskups á undan honum og Gísla biskups á eptir honum. Þrjú eintök vita menn að til sjeu af þessari bók. Næstu sálmabókina ásamt lítaníu og skriptagangi gaf Gísli Jónsson biskup i Skálholti út 1558, og er ekki til nema eitt eintak af þeirri bók, svo menn viti.Þá kom Guðbrandur biskup Þorláksson til sögunnar, og fyrir hans tilstilli kom út 1589 hin fyrsta sálmabók á íslenzku með nótum. Ekki eru þar nótur nema víð nokkurn hluta sálmanna, en annað er verra, að meira og minna af nótum vantar aptan af flestum lögunum; það er sem sje látið ráðast, hvað kemst af nótum í eina línu (eða tvær, ef lagið er lengra), og svo er því alveg sleppt, sem afgangs vill verða. Textinn er sjer og nóturnar sjer, því að nóturnar eru settar svo þjett í línunum, að ómögulegt er að koma orðunum undir. Þessi bók er töluvert sniðin eptir þeirri útgáfu af hinni dönsku sálmabók Hans Thomissöns, er út kom 1586; sú bók var notuð nær óbreytt í Danmörku frá 1569 til 1699, að Kingós sálmabók kom út. Vjer íslendingar vorum enn þá fastheldnari, því sálmabók Guðbrands biskups var nær því óbreytt notuð hjer í meira en 200 ár, eða þangað til sálmabók Magnúsar Stephensens kom út 1801. En nokkrum sinnum var hún gefin út á því tímabili, og var að eins ein útgáfan töluvert frábrugðin, og er það útgáfan 1772, og sem vanalega er kölluð Höfuðgreinabókin. Fyrsta útgáfan, 1589, er vanalega kölluð Hólabókin, og sama nafni er 2. útgáfa bókarinnar kölluð; en hana gaf Guðbrandur biskup út 1619, og er sú útgáfa miklu betri en hin fyrri, ekki að eins að því leyti, að þar koma fram margir nýir, frumorktir, góðir sálmar, heldur einnig fyrir þá sök, að nóturnar eru þar miklu greinilegri og rjettari.Guðbrandur biskup var fæddur á Staðarbakka í Miðfirði 1542 og andaðist á Hólum 1627. Hann var biskup á Hólum i 56 ár, og að öllu samtöldu einn hinn merkasti og duglegasti biskup, er vjer höfum nokkru sinni átt.Um þessa útgáfu Hólabókarinnar segir ennfremur:Guðbrandur biskup Þorláksson á Hólum gaf út sálmabók með nótum í annað sinn 1619, og er sú bók miklu betri og fullkomnari en hin fyrri. Formáli Guðbrands fyrir bókinni byrjar svo: „Að andlegur vísnasöngur sje góður og guði þægur ætla jeg engum kristnum manni sje óvitanlegt“. Síðar í formálanum stendur þetta: „Og að jeg sje ekki þess sinnis, sem nokkrir villuandar halda, að fyrir evangelium skuli allar bóklegar listir niður lagðar verða: heldur vil jeg að allar menntir, einkum sú Músíka og Sönglist, þjónuð þeim, sem þær gefið og skapað hefur, þess vegna bið jeg alla fróma og kristna menn, að þeir láti sjer þetta vel líka, og mæli þar ekki á mót “. Sjö eru ástæður til þess, að biskupinn gefur þessa sálmabók út í annað sinn, og er hin sjöunda ástæðan sú, „að af mætti leggjast ónytsamlegir kveðlingar um tröll og fornmenni, rímur, illir mansöngvar, afmorsvísur, brunakvæði, háðs og hugmóðsvísur, og annar ljótur og vondur kveðskapur, kerskni, klám og níð og háð, sem hjer hjá alþýðufólki er elskað og iðkað, guði og hans englum til styggðar, djöflinum og hans árum til gleðskapar og þjónustu, framar meir en í nokkru landi og meir eptir plagsið heiðinna manna en kristinna á vökunóttum og öðrum mannamótum, - - - - sömuleiðis í veizlum og gestaboðum heyrist varla annað til skemmtunar haft og gleðskapar, en þessi hjegómlegi kvæðaskapur, sem guð náði.“Heimild: Bjarni Þorsteinsson; Íslensk þjóðlög, bls. 42-43 og bls. 411-412

097a -

Erindi:
Einn tíma var sá auðugur mann
Lög:
Ein minnileg vísa um þann ríka mann
Upplýsingar:
Ekkert skráð

097b -

Erindi:
Einn tíma var sá auðugur mann
Lög:
Um iðran
Upplýsingar:
Ekkert skráð

001 - 1

Erindi:
Nú kom heiðinna hjálparráð
Lög:
Veni Redemptor
Upplýsingar:
Ekkert skráð

002 - 2

Erindi:
Skaparinn stjarna herra hreinn
Lög:
Conditor alme siderum
Upplýsingar:
Ekkert skráð

003 - 3

Erindi:
Af föðurs hjarta barn er borið
Lög:
Corde natus ex parentis
Upplýsingar:
Ekkert skráð

004 - 4

Erindi:
Kristur allra endurlausn og von
Lög:
Christe redemptor omnium
Upplýsingar:
Ekkert skráð

005 - 5

Erindi:
Játi það allur heimur hér
Lög:
Agnoscat omne seculum
Upplýsingar:
Ekkert skráð

006 - 6

Erindi:
Svo vítt um heim sem sólin fer
Lög:
A Solis ortus cardine
Upplýsingar:
Ekkert skráð

007 - 7

Erindi:
Móðir guðs og meyjan skær
Lög:
Virgo Dei genitrix
Upplýsingar:
Ekkert skráð

008 - 8

Erindi:
Ó mildi Jesú sem manndóm tókst
Lög:
Ó Jesú Kristi sá eð manndóm tókst
Upplýsingar:
Ekkert skráð

009 - 9

Erindi:
Jesús guðs son eingetinn
Lög:
Herra Krist guðs föður son
Upplýsingar:
Ekkert skráð

010 - 10

Erindi:
Heiðra skulum vér herrann Krist
Lög:
Lofaður sértu Jesú Krist
Upplýsingar:
Ekkert skráð

011 - 11

Erindi:
Syngið guði sæta dýrð
Lög:
Resonet in laudibus
Upplýsingar:
Ekkert skráð

012 - 12

Erindi:
Borinn er sveinn í Betlehem
Lög:
Puer natus
Upplýsingar:
Ekkert skráð

013 - 13

Erindi:
Í dag eitt blessað barnið er
Lög:
Eitt lítið barn svo gleðilegt
Upplýsingar:
Ekkert skráð

014 - 14

Erindi:
In dulci jubilo
Lög:
Ein gömul Kristileg vísa
Upplýsingar:
Ekkert skráð

015 - 15

Erindi:
Ofan af himnum hér kom ég
Lög:
Barna lofsöngur
Upplýsingar:
Ekkert skráð

016 - 16

Erindi:
Hátíð þessa heimsins þjóð
Lög:
Coeleste Organum
Upplýsingar:
Ekkert skráð

017 - 17

Erindi:
Sá frjáls við lögmál fæddur er
Lög:
Sálmur af umskurn Krists
Upplýsingar:
Ekkert skráð

018 - 18

Erindi:
Gæsku guðs vér prísum
Lög:
Ein vísa að þakka Guði fyrir það umliðna ár
Upplýsingar:
Ekkert skráð

019 - 19

Erindi:
Héðan í burt með friði ég fer
Lög:
Lofsöngur Simeonis. Nunc dimittis
Upplýsingar:
Ekkert skráð

020 - 20

Erindi:
Allir kristnir gleðjist nú menn
Lög:
Lofsöngur á boðunardegi Maríu
Upplýsingar:
Ekkert skráð

021 - 21

Erindi:
Guð þann engil sinn Gabríel
Lög:
Lofsöngur um holdganina herrans Kristí
Upplýsingar:
Ekkert skráð

022 - 22

Erindi:
Konungsins merki fram koma hér
Lög:
Vexilla Regis
Upplýsingar:
Ekkert skráð

023 - 23

Erindi:
Hæsta hjálpræðis fögnuði
Lög:
Magno salutis gaudio
Upplýsingar:
Ekkert skráð

024 - 24

Erindi:
Lausnarinn kóngur Kristi
Lög:
Gloria Laus et Honor
Upplýsingar:
Ekkert skráð

025 - 25

Erindi:
Jesús Kristur á krossi var
Lög:
Jesús á sínum krossi stóð
Upplýsingar:
Ekkert skráð

026 - 26

Erindi:
Oss lát þinn anda styrkja
Lög:
Sálmur um Kristum og hans pínu
Upplýsingar:
Ekkert skráð

027 - 27

Erindi:
Jesús sem að oss frelsaði
Lög:
Lofsöngur um herrans Kristí pínu
Upplýsingar:
Ekkert skráð

028 - 28

Erindi:
Adams barn synd þín svo var stór
Lög:
Sálmur út af pínunni Kristí
Upplýsingar:
Ekkert skráð

029 - 29

Erindi:
Þann heilaga kross vor herra bar
Lög:
Þann heilaga kross
Upplýsingar:
Ekkert skráð

030 - 30

Erindi:
Kristur reis upp frá dauðum
Lög:
Resurrexit Christus
Upplýsingar:
Ekkert skráð

031 - 31

Erindi:
Endurlausnarinn vor Jesú Krist
Lög:
Lofsöngur út af herrans Kristí upprisu
Upplýsingar:
Ekkert skráð

032 - 32

Erindi:
Guðs son í grimmu dauðans bönd
Lög:
Kristur lá í dauðans böndum
Upplýsingar:
Ekkert skráð

033 - 33

Erindi:
Allfagurt ljós oss birtist brátt
Lög:
Aurora lucis
Upplýsingar:
Ekkert skráð

034 - 34

Erindi:
Jesú endurlausnin vor
Lög:
Jesu nostra redemptio
Upplýsingar:
Ekkert skráð

035 - 35

Erindi:
Páskalamb vér heilagt höfum
Lög:
Victimæ Paschali
Upplýsingar:
Ekkert skráð

036 - 36

Erindi:
Dýrðlegi kóngur ó Kristi
Lög:
Regina Cæli
Upplýsingar:
Ekkert skráð

037 - 37

Erindi:
Í dag þá hátíð höldum vér
Lög:
Um gagn og nytsemi herrans Kristí uppstigningar
Upplýsingar:
Ekkert skráð

038 - 38

Erindi:
Nú er á himni og jörð
Lög:
Festum nunc celebre
Upplýsingar:
Ekkert skráð

039 - 39

Erindi:
Heill helgra manna
Lög:
Vita sanctorum
Upplýsingar:
Ekkert skráð

040 - 40

Erindi:
Kom skapari heilagi andi
Lög:
Veni Creator Spiritus
Upplýsingar:
Ekkert skráð

041 - 41

Erindi:
Kom guð helgi andi hér
Lög:
Veni sancte Spiritus
Upplýsingar:
Ekkert skráð

042 - 42

Erindi:
Kom herra guð heilagi andi
Lög:
Einn bænasálmur til Heilags Anda
Upplýsingar:
Ekkert skráð

043 - 43

Erindi:
Umliðið færði oss árið hér
Lög:
Beata nobis Gaudia
Upplýsingar:
Ekkert skráð

044 - 44

Erindi:
Ó þú þrefalda eining blíð
Lög:
O Lux beata
Upplýsingar:
Ekkert skráð

045 - 45

Erindi:
Guð vor faðir vert þú oss hjá
Lög:
Bænasálmur til heilagrar þrenningar
Upplýsingar:
Ekkert skráð

046 - 46

Erindi:
Blessaður að eilífu sé
Lög:
Benedictus Dominus Deus
Upplýsingar:
Ekkert skráð

047 - 47

Erindi:
Esajas spámann öðlaðist að fá
Lög:
Á Mikaelsmessu
Upplýsingar:
Ekkert skráð

048 - 48

Erindi:
Himinn loft hafið jörð
Lög:
Um fæðing herrans Kristí
Upplýsingar:
Ekkert skráð

049 - 49

Erindi:
Eilífur guð og faðir kær
Lög:
Eilífur Guð og faðir kær
Upplýsingar:
Ekkert skráð

050 - 50

Erindi:
Heyrið þau tíu heilögu boð
Lög:
Af tíu guðs laga boðorðum
Upplýsingar:
Ekkert skráð

051 - 51

Erindi:
Heyr til þú heimsins lýður
Lög:
Þriðji boðorða sálmur
Upplýsingar:
Ekkert skráð

052 - 52

Erindi:
Herra guð í himnaríki
Lög:
Fimmti boðorða sálmur
Upplýsingar:
Ekkert skráð

053 - 53

Erindi:
Á guð trúi eg þann
Lög:
Paulus speratus
Upplýsingar:
Ekkert skráð

054 - 54

Erindi:
Faðir vor sem á himnum ert
Lög:
Faðir vor sem á himnum ert
Upplýsingar:
Ekkert skráð

055 - 55

Erindi:
Ó guð vor faðir sem í himnaríki ert
Lög:
Lofsöngur af Faðir vor
Upplýsingar:
Ekkert skráð

056 - 56

Erindi:
Jesús Kristur að Jórdan kom
Lög:
Út af skírninni
Upplýsingar:
Ekkert skráð

057 - 57

Erindi:
Jesús Kristus er vor frelsari
Lög:
Lofsöngur
Upplýsingar:
Ekkert skráð

058 - 58

Erindi:
Guð veri lofaður og svo blessaður
Lög:
Guð veri lofaður
Upplýsingar:
Ekkert skráð

059 - 59

Erindi:
Tunga mín af hjarta hljóði
Lög:
Pange Lingua
Upplýsingar:
Ekkert skráð

060 - 60

Erindi:
Sæll er sá mann sem hafna kann
Lög:
Beatus Vir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

061 - 61

Erindi:
Óvitra munnur segir svo
Lög:
Dixit insipiens
Upplýsingar:
Ekkert skráð

062 - 62

Erindi:
Ó guð vor herra hver fær það
Lög:
Domine quis habita
Upplýsingar:
Ekkert skráð

063 - 63

Erindi:
Guði sé lof að guðspjöll sönn
Lög:
Coeli enarrant
Upplýsingar:
Ekkert skráð

064 - 64

Erindi:
Til þín heilagi herra guð
Lög:
Til þín heilagi herra Guð
Upplýsingar:
Ekkert skráð

065 - 65

Erindi:
Á þér herra hef ég nú von
Lög:
In te Domine speratti
Upplýsingar:
Ekkert skráð

066 - 66

Erindi:
Óvinnanleg borg er vor guð
Lög:
Domine refugium
Upplýsingar:
Ekkert skráð

067 - 67

Erindi:
Nú bið ég guð þú náðir mig
Lög:
Miserere mei Deus
Upplýsingar:
Ekkert skráð

068 - 68

Erindi:
Ó guð minn herra aumka mig
Lög:
Miserere mei Deus
Upplýsingar:
Ekkert skráð

069 - 69

Erindi:
Guði lof skalt önd mín inna
Lög:
Benedic Anima mea
Upplýsingar:
Ekkert skráð

070 - 70

Erindi:
Væri nú guð oss eigi hjá
Lög:
Nisi Dominus erat
Upplýsingar:
Ekkert skráð

071 - 71

Erindi:
Ef guð er oss ei sjálfur hjá
Lög:
Nisi Dominus erat
Upplýsingar:
Ekkert skráð

072 - 72

Erindi:
Af djúpri hryggð ákalla ég þig
Lög:
De profundis
Upplýsingar:
Ekkert skráð

073 - 73

Erindi:
Sæll ertu sem þinn guð
Lög:
Beatus Vir qui
Upplýsingar:
Ekkert skráð

074 - 74

Erindi:
Jerúsalem guðs barna borg
Lög:
Lauda Jerusalem
Upplýsingar:
Ekkert skráð

075 - 75

Erindi:
Dæm mig guð að ég líði
Lög:
Judica me Domine
Upplýsingar:
Ekkert skráð

076 - 76

Erindi:
Halelúja allt fólk nú á
Lög:
Laudate Dominum
Upplýsingar:
Ekkert skráð

077 - 77

Erindi:
Gjörvöll kristnin skal gleðjast nú
Lög:
Um Kristí persónu og hans embætti og velgjörninga
Upplýsingar:
Ekkert skráð

078 - 78

Erindi:
Náttúran öll og eðli manns
Lög:
Fyrir Adams fall fordjörfuð er
Upplýsingar:
Ekkert skráð

079 - 79

Erindi:
Einn herra ég best ætti
Lög:
Ein gömul vísa snúin og umbreytt Jesú Guðs syni til lofs
Upplýsingar:
Ekkert skráð

080 - 80

Erindi:
Oss má auma kalla
Lög:
Ein andleg vísa um vora upprunasynd
Upplýsingar:
Ekkert skráð

081 - 81

Erindi:
Heiðrað sé háleitt Jesú nafn
Lög:
Andleg vísa um það blessaða nafnið Jesús
Upplýsingar:
Ekkert skráð

082 - 82

Erindi:
Jesús heyr mig fyrir þinn deyð
Lög:
Jesús heyr mig
Upplýsingar:
Ekkert skráð

083 - 83

Erindi:
Kært lof guðs kristni altíð
Lög:
Sálmur um Guðs orð nú uppkomið
Upplýsingar:
Ekkert skráð

084 - 84

Erindi:
Vak í nafni vors herra
Lög:
Ein æruleg viðvörun
Upplýsingar:
Ekkert skráð

085 - 85

Erindi:
Herra himins og landa
Lög:
Um Guðs orð
Upplýsingar:
Ekkert skráð

086 - 86

Erindi:
Ó herra guð þín helgu boð
Lög:
Bæn og þakkargjörð fyrir Guðs orð
Upplýsingar:
Ekkert skráð

087 - 87

Erindi:
Í Jesú nafni þá hefjum hér
Lög:
Í Jesú nafni þá hefjum hér
Upplýsingar:
Ekkert skráð

088 - 88

Erindi:
Banvænn til dauða borinn er
Lög:
Um tilkomu og ávöxt réttrar trúar
Upplýsingar:
Ekkert skráð

089 - 89

Erindi:
Ó guð faðir þín eilíf náð
Lög:
Ein kristileg og merkileg andleg vísa
Upplýsingar:
Ekkert skráð

090 - 90

Erindi:
Syndari orð þín ei heyri ég
Lög:
Kristur
Upplýsingar:
Ekkert skráð

091 - 91

Erindi:
Kristinn lýður hér heyra skal
Lög:
Um stríð holdsins og andans
Upplýsingar:
Ekkert skráð

092 - 92

Erindi:
Á þig alleina Jesú Krist
Lög:
Ein bæn og játning til Guðs
Upplýsingar:
Ekkert skráð

093 - 93

Erindi:
Konung Davíð sem kenndi
Lög:
Ein syndajátning og bæn
Upplýsingar:
Ekkert skráð

094 - 94

Erindi:
Maður þér ber þína
Lög:
Iðrunarvísa um Guðlegt líf og framferði
Upplýsingar:
Ekkert skráð

095 - 95

Erindi:
Aví aví mig auman mann
Lög:
Hjartnæm vísa og syndajátning
Upplýsingar:
Ekkert skráð

096 - 96

Erindi:
Stundleg hefð og holdsins vild
Lög:
Einn daglegur dauðans spegill til iðrunar og yfirbótar
Upplýsingar:
Ekkert skráð

098 - 98

Erindi:
Hver hjálpast vill í heimsins kvöl
Lög:
Ein andleg vísa um kristilegt líferni
Upplýsingar:
Ekkert skráð

099 - 99

Erindi:
Guðs son kallar komið til mín
Lög:
Komið til mín og takið mitt ok upp á yður
Upplýsingar:
Ekkert skráð

100 - 100

Erindi:
Má ég ólukku ei móti stá
Lög:
Vísa drottningarinnar af Ungverjalandi
Upplýsingar:
Ekkert skráð

101 - 101

Erindi:
Kær er mér sú
Lög:
Ein andleg vísa um þá heilögu Guðs kristni og kirkju
Upplýsingar:
Ekkert skráð

102 - 102

Erindi:
Gef frið drottinn um vora tíð
Lög:
Bæn að biðja um frið kristilegrar kirkju
Upplýsingar:
Ekkert skráð

103 - 103

Erindi:
Gef þinni kristni góðan frið
Lög:
Da Pacem Domini
Upplýsingar:
Ekkert skráð

104 - 104

Erindi:
Halt oss guð við þitt hreina orð
Lög:
Um bænir og þakkargjörðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

105 - 105

Erindi:
Jesú Kristi þig kalla ég á
Lög:
Einn bænarsálmur að biðja um von, kærleika og þolinmæði
Upplýsingar:
Ekkert skráð

106 - 106

Erindi:
Eilífur guð og faðir minn
Lög:
Einn fagur bænarlofsöngur
Upplýsingar:
Ekkert skráð

107 - 107

Erindi:
Til guðs mitt traust alleina er
Lög:
Traust mitt til Guðs eins
Upplýsingar:
Ekkert skráð

108 - 108

Erindi:
Nær hugraun þunga hittum vér
Lög:
Bæn Jósafats í hörmungum og stórum landsplágum
Upplýsingar:
Ekkert skráð

109 - 109

Erindi:
Tak frá oss sæti herra
Lög:
Þetta má syngja í staðinn Litaníu
Upplýsingar:
Ekkert skráð

110 - 110

Erindi:
Herra guð þig heiðrum vér
Lög:
Te Deum Laudamus
Upplýsingar:
Ekkert skráð

111 - 111

Erindi:
Mitt hjarta hvar til hryggist þú?
Lög:
Í móti ágirnd og búksorg
Upplýsingar:
Ekkert skráð

112 - 112

Erindi:
Maður ef minnast vildir
Lög:
Í móti ágirnd og búksorg
Upplýsingar:
Ekkert skráð

113 - 113

Erindi:
Guð skóp Adam alls réttlátan
Lög:
Brúðkaupssálmur
Upplýsingar:
Ekkert skráð

114 - 114

Erindi:
Guð miskunni nú öllum oss
Lög:
Deus Misereatur nostri
Upplýsingar:
Ekkert skráð

115 - 115

Erindi:
Lofið guð í hans helgidóm
Lög:
Lofið Guð í hans helgidóm
Upplýsingar:
Ekkert skráð

116 - 116

Erindi:
Dagur og ljós þú drottinn ert
Lög:
Christe qui Lux
Upplýsingar:
Ekkert skráð

117 - 117

Erindi:
Kristi þú klári dagur ert
Lög:
Christe qui Lux
Upplýsingar:
Ekkert skráð

118 - 118

Erindi:
Jesú frelsari fólks á jörð
Lög:
Jesus redemptor seculi
Upplýsingar:
Ekkert skráð

119 - 119

Erindi:
Salve Jesú Kristi vor frelsari
Lög:
Salve Regina
Upplýsingar:
Ekkert skráð

120 - 120

Erindi:
Ó sæti Jesú Kristi
Lög:
Ó sæti Jesú Kristi
Upplýsingar:
Ekkert skráð

121 - 121

Erindi:
Dagur í austri öllu
Lög:
Ein ný dags vísa úr dönsku snúin
Upplýsingar:
Ekkert skráð

122 - 122

Erindi:
Þann signaða dag vér sjáum nú einn
Lög:
Ein gömul kristileg dagvísa
Upplýsingar:
Ekkert skráð

123 - 123

Erindi:
Faðir á himna hæð
Lög:
Einn lofsöngur og bæn
Upplýsingar:
Ekkert skráð

124 - 124

Erindi:
Heiðrum vér guð af hug og sál
Lög:
Þakkargjörð eftir máltíð
Upplýsingar:
Ekkert skráð

125 - 125

Erindi:
Mitt í lífi erum vér
Lög:
Media Vita
Upplýsingar:
Ekkert skráð

126 - 126

Erindi:
Minn herra Jesús maður og guð
Lög:
Ein bæn um góða afgöngu af þessum heimi
Upplýsingar:
Ekkert skráð

127 - 127

Erindi:
Þá linnir þessi líkams vist
Lög:
Hjartnæmur bænarsálmur um góða framför
Upplýsingar:
Ekkert skráð

128 - 128

Erindi:
Nú látum oss líkamann grafa
Lög:
Að syngja yfir greftri framliðinna
Upplýsingar:
Ekkert skráð

129 - 129

Erindi:
Um dauðann gef þú drottinn mér
Lög:
Bænarsálmur
Upplýsingar:
Ekkert skráð

130 - 130

Erindi:
Í blæju ég einni er byrgður í mold
Lög:
Viðvörun og áminning til iðrunar
Upplýsingar:
Ekkert skráð

131 - 131

Erindi:
Krists er koma fyrir höndum
Lög:
Lofsöngur um tilkomu herrans Kristí til dómsins
Upplýsingar:
Ekkert skráð

132 - 132

Erindi:
Guð oss lærdóm sinn ljósan gaf
Lög:
Af teiknum hins síðasta dags og vondum ósiðum veraldar
Upplýsingar:
Ekkert skráð

133 - 133

Erindi:
Sankti Páll kenndi kristna trú
Lög:
Fagur lofsöngur af upprisu framliðinna á efsta degi
Upplýsingar:
Ekkert skráð

134 - 134

Erindi:
Efsti dagur snart mun yfir falla
Lög:
Fagur lofsöngur af þeim síðasta degi
Upplýsingar:
Ekkert skráð

135 - 135

Erindi:
Ó guð vér lofum þig
Lög:
Te Deum Laudamus
Upplýsingar:
Ekkert skráð

136 - 136

Erindi:
Jesú mín morgunstjarna
Lög:
Barnasöngur og bæn til Krists
Upplýsingar:
Ekkert skráð

137 - 137

Erindi:
Lausnarann lofið
Lög:
Ein þakkargjörð fyrir Guðs blessan
Upplýsingar:
Ekkert skráð

138 - 138

Erindi:
Guðs mildi til vor mikil var
Lög:
Ein gleðileg vísa og viðurkenning um mannsins endurlausn
Upplýsingar:
Ekkert skráð

139 - 139

Erindi:
Þá Ísrael fór af Egyptó
Lög:
In Exitu Israel
Upplýsingar:
Ekkert skráð

140 - 140

Erindi:
Eins og sitt barn
Lög:
Ein hjartnæm söngvísa um syndanna fyrirgefning
Upplýsingar:
Ekkert skráð

141 - 141

Erindi:
Gæskuríkasti græðari minn
Lög:
Gæskuríkasti græðari minn
Upplýsingar:
Ekkert skráð

142 - 142

Erindi:
Heiminn vor guð
Lög:
Ein fögur söngvísa
Upplýsingar:
Ekkert skráð

143 - 143

Erindi:
Velkominn Jesú Krist
Lög:
Ein andleg vísa
Upplýsingar:
Ekkert skráð

Uppruni Prentuð á Hólum 1619 (2. útg.)
Aldur 1. útg. 1589
Kirkjuleg tengsl Sálmabók með nótum
Handritsgerð Prentuð bók
Varðveislustaður Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn
Samsafn Prentaðar bækur
Höfundur Ekki skráð
Skrifari Ekki skráð
Útgefandi Guðbrandur Þorláksson

Erindi