AM 241 a II fol. Þorlákstíðir

Saga

<p>AM. 241 a II, fol. Perg. 32 x 22,4 cm. 37 bl. (betegnet ved paginering af de ulige sider). Tospaltet. Beg. af 14. årh. Røde overskrifter, flerfarvede initialer, tildels meget store og stærkt forsirede; en del af codex (s. 23-29) illumineret; andre partier udstyrede med node-skrift. Adskillige marginal- og interlinear- antegnelser. Codex er på mange steder defekt og flere blade (særlig s. 27-28, 29-30, 55-58) mere eller mindre beskadigede.</p> <p>Ritual-bog, Latin med et enkelt indbladet islandske stykke.</p> <p>6) S. 35-58. Latinske messesange, med melodien tilföjet i nodeskrift. S. 35 bærer slutningen af en til Simon Peter rettet hymne, resten optages af en messesang til Thorlak biskop.</p> <p>Úr Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling.</p> <p>AM. 241. a. fol</p> <p>Þorlákstíðir. A. Um helgi Þorláks biskups.</p> <p>Þorlákur Þórhallason hinn helgi, biskup í Skálholti, andaðist 1193. Kom helgi hans snemma upp, því á alþingi 1198 var henni lýst og lesin upp jarteiknaskrá hans. Á alþingi árið eptir var lögtekinn messudagur hans, Þorláksmessa um vetur, 23. desember; en Þorláksmessa um sumar, 20. júlí, var lögtekin 1237. Voru þessar messur hans síðan um margar aldir hinar mestu hátíðir. Mjög var ríkur átrúnaðurinn á helgi Þorláks biskups í fyrri daga, og það þegar í byrjun 13. aldar, og eru mörg kvæði og lesmál til um Þorlák. Í Biskupasögum I. eru prentaðar þrjár Þorlákssögur og tvær jarteiknabæknr hans og brot af þremur fornum lesbókum um hann, og er eitt af þessum brotum til á fornri skinnbók frá Vallanesi. Þar er einnig prentað Þorláksles það, er stendur í Breviarium Nidrosiense, Paris 1519. og sem tíðkast hefur um allt ríki erkibiskupsins í Niðarósi á Þorláksmessu fyrir jól, og virðist les þetta vera tekið eptir Vallaness-skinnbókinni. Þetta Breviarium er nú hvergi til, nema 1 eintak á ríkisbókasafninu í Stokkhólmi.</p> <p>Í Missale Nidrosiense, Hafniae 1519, er sagt fyrir um messugerð á Þorláksmessu fyrir jól; en Þorláksmessa á sumar ætla menn að hvergi hafi verið haldin nema á Íslandi, en þar var hún líka helg í hæsta gildi: en hvergi var þó jafnmikið umdýrðir á þeirri hátíð eins og i Skálholti. Þar var heilagur staður hins blessaða Þorláks biskups, og þar var heilagur dómur hans, hið víðfræga Þorláksskrín. Var á þessari Þorlákshátið, 20. julí, mjög mikið um dýrðir í Skálholti, og sú viðhöfn höfð um alla kirkjuprýði og tíðagerð, sem framast var unnt. Svo segir Jón prófastur Halldórsson í Biskupasögum sínum:</p> <blockquote>Saman safnaðist þá í Skálholti úr ýmsum hjeruðum mikill mannfjöldi með stórum átrúnaði og áheitum. Var þá sem mest við haft í því að bera út í kring um kirkjuna og kirkjugarðinn Þorlákskríni með stórri processione og helgigöngu, hringingum, logandi vaxljósum, kertum og öðrum þvílíkum ceremonium. Biskupinn og allur kennilýðurinn skrýddust hinum bezta messuskrúða, gengu á undan og þar á eptir gjörvallur fólksfjöldinn með söngum og sálmalestrum. Að fá að bera skrínið, hvað þeir kölluðu að fá að styðja Þorláks hönd, þótti hin mesta æra, eður þeir, sem náðu að ganga undir skrínið, reiknuðu það sem fulla kvittun allra sinna synda. Var þá veglegasta veizla haldin í Skálholti og gáfust þangað stór offur og góss. Þótti það stærsta nauðsyn, að Skálholtsbiskup væri þá heima og fremdi alla biskupsþjónustu þann messudag.</blockquote> Sagt er að Gissur biskup hafi af tekið þetta að miklu leyti og sett skrínið afsíðis í Skálholtskirkju. Loks hafi skrínið verið selt við uppboð í Skálholti 1802, og síðan vita menn ekkert af skríninn að segja, og er það illa farið. <p>&nbsp;</p> <p>Mörg les eru til um Þorlák biskup, t, d. í AM. 241. b). fol. frá hjer um bil 1270. Einnig er í AM. 382, 4to kvæði á latínu um Þorlák, ákaflega íburðarmikið, og sýnir það hvílíka viðhöfn menn hafa haft í tilbeiðslukvæðum sínum, Þorláki til handa. Kvæðið er prentað í Ísl. Ártíðaskrám. útg. af dr. Jóni Þorkelssyni yngra. bls. 145, og er úr þeirri bók tekið töluvert af því sem hjer hefur sagt verið um Þorlák biskup hinn helga. Frá daglegri háttsemi Þorláks biskups er þannig sagt í sögu hans. auk margs annars: „Þorlákr biskup hafði skynsamligan hátt á sínu bænahaldi frá því sem flestir menn aðrir. Hann söng furst Credo ok Pater noster, eptir þat er hann hafði signt sik, ok ymna: Jesu, noster redemcio: - - - þá söng hann Gr [...]</p>

Nánar um handritið á handrit.is

001r -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Ekkert skráð
Upplýsingar:
Sálmur til Símonar Péturs. Einungis lokin.

001v -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Ekkert skráð
Upplýsingar:
Upphaf Þorlákstíða

002r -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

002v -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

003r -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

003v -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

004r -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

004v -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

005r -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

005v -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

006r -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

006v -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

007r -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

007v -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

008r -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

008v -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

009r -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

009v -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

010r -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

010v -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

011r -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

011v -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

012r -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

012v -

Erindi:
Ekkert skráð
Lög:
Þorlákstíðir
Upplýsingar:
Ekkert skráð

Uppruni Ekki skráð
Aldur 14. öld
Kirkjuleg tengsl Tíðasöngur
Handritsgerð Skinnhandrit
Varðveislustaður Stofnun Árna Magnússonar
Samsafn Handrit úr safni Árna Magnússonar
Höfundur Ekki skráð
Skrifari Ekki skráð
Útgefandi Ekki skráð

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 8.11.2016