SÁM 89/1848 EF

,

Bóndinn í Svalvogum lét lömb í Byrgið við fráfærur og hlóð hann fyrir. En morguninn eftir voru þau komin heim á tún. Enginn sagðist hafa hreyft við hleðslunni. Aftur er farið með lömbin og um nóttina dreymir konu bóndans drauginn og biður hann hana um að fá að vera í friði í byrginu. Daginn eftir eru lömbin komin í túnið og þá um nóttina dreymdi systur bóndans Byrgisdrauginn. Sagði hann þetta vera síðustu viðvörun sem þau fengju og þegar bóndinn setti lömbin í Byrgið í þriðja skipti drapst besta mjólkurkýrin.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1848 EF
E 68/43
Ekki skráð
Sagnir
Fornmenn, draumar, álög, fráfærur og hjáseta og reimleikar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sigríður Guðmundsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
12.03.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017