SÁM 85/269 EF

,

Sigfús Bergmann fór eitt sinn í eftirleitir en hann átti heima í Rófu í Miðfirði. Hann hélt til í Húsaskála í leitunum og heyrði alltaf umgang eina nóttina. Hann stóð því með staf sinn við hurðina um nóttina og var tilbúinn að reka hann í þann sem kæmi inn. Vatn var þarna skammt frá og telur heimildarmaður að þetta sem Sigfús heyrði hafi aðeins verið frostbrestir í vatninu. En feginn varð Sigfús þegar það kom dagur. Það þótti gott að fara í eftirleitir því að það var að öðru leyti tapað fé. Sigfús fór annað sinn í eftirleitir upp á heiði og fann þar nokkuð af fé, meðal annars einn lambhrút. Um nóttina fór að snjóa en morguninn eftir fann hann hvergi hrútinn. Fór hann þá með féð að Núpi þar sem hreppstjórinn var og fékk 60 krónur fyrir ærnar. Það var þá heilt hestsverð og þótti mikið.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/269 EF
E 65/6
Ekki skráð
Sagnir
Húsdýr, búskaparhættir og heimilishald, heyrnir og göngur og réttir
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Steinn Ásmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
26.06.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017