SÁM 89/1775 EF

,

Frásögn af berdreymi Björns Bergmann. Einn dag ætlaði Gísli að húsvitja á Vatnsnesi. Björn hafði beðið um að fá að vera samferða út á Hvammstanga. Gísli fór því um morguninn og sótti hann. Sagði þá Björn við hann að ef hann hefði dreymt Jóhann eins og hann hefði dreymt Gísla um nóttina þá hefði hann verið viss um að það yrði jarðarför á Melstað á næstunni. Sagði Björn að í hvert skipti sem hann hefði dreymt séra Jóhann í hempunni hefði orðið jarðarför á Melstað. Sagðist hann hafa dreymt Gísla í hempunni um nóttina. Þegar þeir eru rétt komnir að Hvammstanga mæta þeir bíl læknisins og var hann þá á leið fram í Miðfjörð. Þegar þeir komu heim um kvöldið fréttu þeir lát Jónatans á Skeggjastöðum. Þetta var fyrsta jarðarför heimildarmanns á Melstað.


Sækja hljóðskrá

SÁM 89/1775 EF
BE 68/8
Ekki skráð
Sagnir
Draumar og prestar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Hallfreður Örn Eiríksson og Árni Björnsson
Ekki skráð
27.06.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017