SÁM 90/2147 EF

,

Hvarf pilts og Guðbjargardraumur. Einn drengur, Þorkell, hvarf þegar að hann var að sitja yfir fé og er álitið að hann hafi verið drepinn. Hann fannst aldrei. Móðir hans hét Guðbjörg og hana dreymdi hvernig þetta hefði atvikast. Húsbóndi hans átti að eiga sök á því að hann hvarf. Réttu áður en vart var við Kverkártungubrest var bóndinn á kverkártungu á ferð og hitti þar mann sem var að hæla sér af því að hafa drepið Þorkel. Sagði hann að Þorkell hefði verið sofandi þegar húsbóndi hans kom að honum og sló hann Þorkel í hausinn með svipunni. Maðurinn drap hann og setti hann undir torfu og hann var síðan fluttur heim og grafinn undir kirkjuþröskuldinum. Þetta passaði við það sem Guðbjörgu dreymdi.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2147 EF
E 69/94
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, nafngreindir draugar, slysfarir og sakamál
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Stefanía Jónsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
28.10.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017