SÁM 90/2236 EF

,

Þegar Jón flutti í burtu úr Arnarfirði til Ísafjarðar, þá var heimildarmaður níu ára og var fluttur á Dynjanda, þá var Jóhann, sonur Guðmundar ríka á Horni sem bjó líka á Dynjanda. Heimildarmaður var mikið með syni þeirra, Kristjáni, sem var jafnaldri hans. Einn dag um vor voru þeir að leika sér niðri í fjöru. Það var fjara og það eru rif sem standa lengi upp úr þó að álarnir séu orðnir ófærir fyrir ofan. Þeir sjá þá að það kemur maður ríðandi á hvítum hesti upp með hlíðinni hinum megin. Þeir hugsuðu ekkert meira um það en héldu áfram að leika sér í fjörunni. Maðurinn fer af baki við tóft sem kölluð var Nauststóft. Hann fer inn í tóftina en skilur hestinn eftir úti. Allt í einu kemur sterk löngun í þá strákana að hlaupa fram í fjöruna, fram á rifin. Þeir rétt komast yfir álinn og út á rifið. Það var stór steinn úti á rifinu og þeir fara að leika sér í kringum hann. Þá sjá þeir að karlinn kemur þeysandi á hestinum og fer heim. Þegar þeir ætla að fara að fara til lands þá sjá þeir að þeir komast ekkert til baka. Þeir fara að æpa og góla og á endanum er bátskrifli komið út á sjó til þess að ná í þá. Þeir standa á einum sem stendur enn upp úr sjónum þegar báturinn kemur að. Sagt var að Jón gamli sem var að flytja hefði sent Hinrik til þeirra.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2236 EF
E 70/20
Ekki skráð
Reynslusagnir
Sendingar, draugar og galdramenn
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jón G. Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.03.1970
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017