SÁM 89/1869 EF

,

Heimildarmaður segir frá draumi sínum. Það voru gamlir heygarðar hjá gamla fjósinu og girt var í kringum með garði. Finnst heimildarmanni sem að kona sitji á heygarðinum og er hún hjúpuð í svörtum slæðum. Hún horfir á heimildarmann og segir heimildarmaður að hún sé ekki hrædd við hana því að guð sé með henni. Hin svarar því til að hún geti ekkert mein gert henni og fer. Heimildarmanni fannst þetta vera Helga sem var kona sem að hafði nýlega framið sjálfsmorð.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1869 EF
E 68/57
Ekki skráð
Reynslusagnir
Draumar, afturgöngur og svipir og sjálfsvíg
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Jóhanna Elín Ólafsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson og Einar Gunnar Pétursson
Ekki skráð
26.03.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017