SÁM 85/229 EF

,

Fyrsta endurminning heimildarmanns er að fóstri hans var að sækja heytorf út í sveit. Það var rigning og hann hafði farið úr ytri fötum, lagst svo upp í rúm. Heimildarmaður lá í rúminu til fóta og hafði sofið. Kristín fóstra hans var á gólfinu að snúast. Guðmundur benti á fóstra sinn og sagði að Oddur væri kominn. Kristín spurði hann af hverju hann kallaði hann Odd. Guðmundur var ekki viss en hafði oft heyrt fullorðna raula kvæðið: Ekki þarf hann Oddur staup; Út á djúpið Oddur dró, og líklega haldið að þetta væri Oddur því fóstri hans var svo blautur. Inflúensuveturinn 1894. Honum fannst þetta svo ógurlegt hvað margir dóu.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/229 EF
E 66/24
Ekki skráð
Sagnir og lýsingar
Æviatriði og veikindi og sjúkdómar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Guðmundur Eyjólfsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.08.1966
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017