SÁM 85/277 EF

,

Heimildarmaður segir frá hundum sínum. Hann segir að hundar séu mörgum manninum skýrari. Hann fékk snemma áhuga á hundum. Var kallaður hundakóngur af eldri bróður sínum. Árið 1890 gekk mikil hundapest um héraðið og hundarnir drápust í stórum stíl. Vandræði voru með hunda á eftir en vinnumaður sem hét Árni átti tík sem hét Snotra. Hún átti 6 hvolpa og einn af þeim var mórauður með hring um hálsinn og hann fékk heimildarmaðurinn að eiga og kallaði hann Hring. Hann sótti allt sem var hent og heimildarmaðurinn gerði það oft að leik sínum að taka húfur af gestum og láta Hring síðan passa þær. Gestirnir hlupu þá á eftir honum og úr þessu varð mikill leikur. Heimildarmaðurinn lét stundum vettlinginn sinn detta á jörðina ef hann var á gangi með Hring en Hringur lét vettlinginn afskiptalausan þar til eigandinn sýndi honum bera hendina og sagði honum að sækja vettlinginn. Þá náði hundurinn í hann. Eitt sinn var heimildarmaðurinn að reka fé og kom þá hundurinn allt í einu með ókunnugan vettling. Var honum þá skipað að ná í hinn og gerði hann það strax en ekki veit heimildarmaður hver átti vettlingana en gerir ráð fyrir að einhver hafi týnt þeim. Þegar heimildarmaður var að stússast með fé sagði hann hundinum að bannað væri að fara hratt og gelta að fénu og þetta skildi hundurinn mæta vel. En ef hundurinn fékk leyfi til að gelta þá stóð heldur ekki á geltinu. En svo kom hundatollurinn og þá var farið að tala um að lóga hundunum. Þegar heimildarmaðurinn vakti yfir ánum á nóttinni þá lá hundurinn ofan á honum. Eitt sinn var verið að smala á landmikilli jörð og voru háir klettar sem þurfti meðal annars að smala í. Hringur þekkti hvernig átti að smala og gerði það vel.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 85/277 EF
E 65/11
Ekki skráð
Lýsingar og æviminningar
Húsdýr
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sveinn Bjarnason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
06.07.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017