SÁM 94/3863 EF

,

Hvernig var svo með dagleg störf hér hjá ykkur? sv. Við höfðum bara alltaf barasta bú svona eins og við höfum núna. Við höfðum heilmikið af kornyrkju og höfum um hundrað nautgripi núna. En við mjólkum ekkert. Kálfarnir sjúga bara. Svo ala þeir kálfana og selja þeir á öðru eða þriðja ári, þá selja þeir þá vanalega. Þá eru þeir vænir og (.......) góðan prís. sp. En með þig, þú hefur verið bundin líklega hérna heima við á meðan krakkarnir voru ungir? sv. Ég skal segja þér að það eru ein, meira en tuttugu ár sem að ég fór lítið úr húsinu. Með sjö börn, þú getur nærri. sp. En getur þú sagt mér frá þessum störfum, þið hafið ekki alltaf búið í þessu húsi? sv. Jú. Þetta hús er jafngamalt mér, það er sextíu og þriggja ára gamalt. Jóhann faðir Gunnars, hann byggði þetta hús, nítján átján, árið sem ég fæddist og þegar við giftum okkur samt við Gunnar þá létum við breyta því dálítið. Við settum, látum setja plástur hér innaní við breyttur ekkert utan bara breyttum og settum einang... þú veist inn í veggina einangrun, hvað er það kallað? Og gerðum það hlýrra heldren það var og létum plastur á svo þetta hús er alveg eins og það var. Þeir byggðu rammbyggilega í gamla daga. sp. En getur þú sagt mér frá þessum störfum hér í sambandi við börnin? sv. Ó, það var allt mikið að gera og Gunnar var oft mikið í burtu. Hann var alls staðar í öllum félagsskap. Gunnar var í öllum félagsskap. Hann var skrifari fyrir þetta og annað fyrir hitt og hann var í öllum félagsskap sem er nokkuð hér í kring. Hann hafði svo gaman af því og var svo góður í því líka og mér var alveg lífsins ómögulegt að segja neitt þó ég hefði mikið að gera því hann hafði svo gaman af því. Svo það var oft að ég var ein heima með krakkana og þurfti að gera verkin og svoleiðis. Það var mikið að gera. Það var ekki alltaf í lagi húsið hjá mér en það einhvern veginn dröslaðist. Og þegar strákarnir voru litlir – ég fór með þá útí fjós með mér þegar ég fór að mjólka. Við höfðum, ... við mjólkuðum sjö kýr þá með höndunum. Og ég varð að bera alla mjólkina heim, aðskilja og gefa kálfunum og það og það var oft að ég var ein við þetta. Svo ég fór með krakkana útí fjós með mér og ég batt strákana við.... í fjósinu bara. Batt þá eins og kálfana bara. Og þeir grenjuðu og ósköpuðust og öskruðu en ég vildi heldur hafa þá bundna þar heldur en að vita ekki hvað þeir væru að gera. Eir gætu meitt sig eða eitthvað. Og hann Ómar hann segir alltaf hreint að mamma hafi verið svo vond við mig – mamma, hún batt okkur í fjósinu. En það var fyrir það að ég var að reyna að vera góð við þá þó þeir vissu það ekki. En þeir voru ekki alltaf ánægðir yfir því þegar ég var að binda þá. Ég mátti til. Svo höfðum við kalkúna, heilmikið af kalkúnum. Þeir voru leiðinlegir fuglar. Það er mikið af vinnu við þá líka. sp. Hvað þarf að gera eiginlega við þá? sv. Ó, það þarf að gefa þeim og brynna þeim og passa þá. Þeir drepa hvern annan. Þeir eru svo vitlausir að maður verður alltaf hreint að vera að líta eftir þeim. Þeir eru leiðinlegir. Þeir rjúka á hvern annan og drepa hvern annan og gera alls konar kúnstir svoleiðis. Óttalega leiðinlegir fuglar. sp. Eru það þá karlfuglarnir sem drepa hver annan? sv. Það eru aðallega ungarnir. Ungarnir eru voðalega slæmir með það að drepa hvern annan. Og þeir eru með heilmikinn gogg, beitt gogg og við tókum að við reyndum að klippa gogginn af þeim. En það er býsna mikið verk að klippa gogginn af fimm hundrað kalkungum. Ég gerði það. Krakkarnir náðu í ungana og ég klippti af þeim gogginn. Við höfðum tæki hérna, electric tæki þú veist sem við smelltu á gogginn á þeim og tókum endann af svo þeir gætu ekki drepið hvern annan. sp. Hvernig fannst þeim þetta sv. Þetta er alveg eins og að klippa nögl svo það meiðir þá ekkert eins lengi og þú tókst gogginn ekki of hátt. Því það er eins og kvika bara þú veist. Þú varðst að taka bara rétt endann af. Þetta var fljótlegt samt, veist það að ég steig þá bara niður og setti nefið undir og smellti því af og krakkarnir komu með fuglana. Þetta gekk ljómandi vel hjá okkur. sp. En hérna inni? sv. Ég gerði það sem ég gat, best að segja það svoleiðis og ég var oft langt fram á kvöld. Stundum var ég að þvo gólfið klukkan tólf og eitt og tvö á nóttunni. Ég mátti til þegar að svona margir krakkar eru. Ég fór að fætur klukkan fjegur og fim má morgnana til að vera búin að þvo áður en þau vöknuðu. sp. Hvað voru þetta mörg börn hérna í einu, svona ung sem þurfti að.... sv. Ja, það er bara... ég skal sýna þér hérna... sjáðu þetta er Ómar, svo var Sævar og það var sextán mánuðir á milli þeirra. Svo kom Svava og það var þrettán mánuðir á milli hennar og þessara. Svo kom þessi, það er eitthvað ár eða svo á milli hennar og... og svo kom þessi. Svo þú sérð það að þau eru nokkur á sama aldri. Svo þau voru öll sjö lítil í einu. sp. En hvenær gátu þau farið að hjálpa þér eitthvað? sv. Elva var voðalega dugleg strax. Hún var ekki nema sex eða sjö ára þegar hún var farin að hjálpa mér mikið í fjósinu. Hún var átta ára þegar hún byrjaði að mjólka. Hún var voðalega dugleg og hjálpaði mér afskaplega mikið. sp. En með þvotta og þess háttar? sv. Ó, ég var nú ekkert að, ég þvoði, ég man það ekki bara fyrr en eftir að þau voru farin því að svo fékk ég þvottavél og þá var ég kannski ekkert að þú veist... nei.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3863 EF
GS 82/10
Ekki skráð
Lýsingar
Húsdýr, barnastörf og barnauppeldi
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Margrét Sæmundsson
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
22.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 28.03.2019