SÁM 88/1564 EF

,

Elín Bárðardóttir var ljósmóðir. Hún var ekki lærð ljósmóðir en mjög nærfærin bæði við menn og skepnur. Hún var greinargóð kona. Hún tók á móti barni hjá móður heimildarmanns. Hún trúði á huldufólk. Eitt sinn um sauðburð fór Guðmundur sonur Elínar að gæta að kindunum. Sá hann gráa kind með tveimur lömbum sem hann þekkti ekki. Ekki kannaðist hann heldur við markið á kindinni en markaði lömbin með sama markii. Um kvöldið var kindin horfin og hann sá hana aldrei meira. Um nóttina dreymir Elínu að til sín komi kona og biður hún hana um að skila þakklæti til Guðmundar fyrir að marka lömbin. Segir hún að maður sinn hafi verið lasinn og ekki komist til kindanna.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 88/1564 EF
E 67/73
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk, draumar, huldufólkstrú, ljósmæður, kvikfénaður huldufólks og fæðingar
MI F200, mi f210, tmi m71, tmi l301 og scotland: f91
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þorbjörg Guðmundsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.04.1967
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017