SÁM 89/1860 EF

,

Maður heitaðist við Rósinkar á Bæjum, eftir að maðurinn fórst varð Rósinkar fyrir svo mikilli ásókn að hann dó. Drengur á Bæjum manaði svo drauginn og varð fyrir mikilli ásókn. Stuttu eftir fyrstu aðsóknina var Benedikt sendur eftir hestum en hann komst ekki nema hálfa leið því að hann varð fyrir aðsókn. Upp frá þessu var stöðugt sótt að honum. Oft stóðu þrjár rispur niður eftir bakinu á honum. Faðir Benedikts var beðinn um að taka drenginn og vildi hann kveða drauginn niður því að ekki ætlaði hann að taka drauginn með. Líkið af piltinum fannst og var jarðað í Grunnavík. Þangað fór faðirinn og lét son sinn kveða drauginn niður. Eftir þetta varð ekki vart við neitt á Bæjum. Benedikt var búinn að fá viðurnefnið Drauga-Bensi. Heimildarmann minnir að Benedikt hafi farið til Ameríku.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1860 EF
E 68/50
Ekki skráð
Sagnir
Nafngreindir draugar, viðurnefni, aðsóknir og fatnaður
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
María Pálsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
18.03.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Frh. af SÁM 89/1859 EF

Uppfært 27.02.2017