SÁM 89/1765 EF

,

Álagablettir. Á laugardegi fyrir réttir voru menn að slá og þeim kom ekki saman hvort að þeir ættu að halda áfram á þeim bletti sem þeir voru á eða hvort þeir ættu að byrja á nýjum. Síðan hljóp annar maðurinn af stað með orfið og var dauður með það sama. Hinn maðurinn fór heim að Þrastarnesi og sótti brekann. Maðurinn var borinn heim í brekanum. Ljárinn var settur í vegg og enginn mátti snerta á honum. Fjórir menn voru kallaðir fyrir rétt í Krossanesi sökum dauðfallsins við heyvinnu. Þegar réttarhöldin stóðu yfir mátti enginn hreyfa sig en menn vildu sumir þó róa til sjávar. En einn maður ansaði þessu ekki. Hann spurði prestinn út í þessi fyrirmæli og fékk það svar að þetta væri allt ættgengt.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1765 EF
BE 68/2
Ekki skráð
Sagnir
Prestar, álög, sjósókn, búskaparhættir og heimilishald, hjátrú, heyskapur, tilsvör, sakamál, göngur og réttir og verkfæri
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Sigurður Norland
Hallfreður Örn Eiríksson og Árni Björnsson
Ekki skráð
25.06.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017