SÁM 89/1884 EF

,

Draumaráðningar og draumar. Ef menn dreymdi hvítar kindur var það fyrir snjó. Ef þær voru stórar þá voru það vikur eða mánuðir. Þegar heimildarmaður var strákur þá dreymdi hann að hann heyrði öskur í bjarndýri. Fannst honum sem að hann hafi verið að elta bjarndýr á báti ásamt fleirum. Um kvöldið kom Kjartan prestur og sagði að það væri strandað skip og bað hann um að menn kæmu með sér. Þetta voru Englendingar sem þarna voru strandaðir. Hægt var að létta bátinn það mikið að hann fór á flot. Skipið strandaði á sama stað og heimildarmanni fannst hann vera að elta bjarndýrið. Ef heimildarmann vantaði fé þá dreymdi hann oft hvar það væri. Það gekk eftir. Ef kindur voru mislitar þá var minna um snjó. Fullar heyhlöður voru fyrir heyskorti, hestar voru fyrir veðri. Því minna sem að hestarnir ólmuðust því verra varð veðrið. Drukknir menn voru fyrir rigningu.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1884 EF
E 68/67
Ekki skráð
Sagnir
Draumar, slysfarir, veðurspár og englendingar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Vilhjálmur Jónsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
19.04.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017