SÁM 90/2141 EF

,

Mannskaðar urðu oft. Þegar heimildarmaður var sex ára drukknuðu á einum degi á Skagaströnd 24 menn en þeir voru allir á litlum árabátum. Menn dreymdi fyrir ýmsu en heimildarmaður man ekki til þess að hafa heyrt um draum þessu tengdu. Rögnvaldur drukknaði fyrir nokkru og með honum sex manns. Hann var búinn að sjá einkennilegan fisk á miðunum og báturinn fannst mannslaus. Árarnar voru brotnar í sundur og getgátur voru um að illhveli hefði grandað bátnum. Einn maðurinn kom upp með lóð og var líkið ekki tekið inn heldur var það látið sökkva. Rögnvaldur var mikill aflamaður.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 90/2141 EF
E 69/90
Ekki skráð
Sagnir
Draumar , sjósókn , slysfarir og illhveli
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Björn Benediktsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
02.09.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017