SÁM 94/3874 EF

,

Hvernig var þegar þú fórst til Íslands? sv. Það var alveg eðlilegt að tala íslensku, allir voru hissa á hvað ég var góð í henni. sp. Já, er það, manstu eftir einhverju sérstöku sem þeir sögðu? sv. Það var, þeir skildu ekkert í því. ............frá Nýja-Íslandi. Ég væri Ný-Íslendingur, af því talaði ég íslensku. sp. Hvernig fannst þér íslenskan á Íslandi, fannst þér hún eitthvað öðruvísi? sv. Nei, ekki, ekki þetta fólk sem að ég hitti. Þetta, það er dálítið öðruvísi, dálítið öðruvísi, ég segi það ekki. sp. Hvað fannst þér helst svona vera? sv. Ég get ekki alveg sagt það, ég man það nú ekki. Finnbogi Guðmundsson, eða Kristjana kona Finnboga Guðmundssonar, þau tóku mér ..... skyld mér í báðar ættir...... ég var nú að koma inn, til Reykjavík, ég man nú ekkert hvað ég sagði en honum þótti það ansi gott á íslensku. Og svo aftur þegar systir hennar og maður, hann er ..... að þá var þoka og ég sagði þetta mundi vera dalalæða..... Ég heyrði svo oft talað um þetta, dalalæða ...... Ég held að margt fólk hérna tali betri íslensku en ég. Fólk hérna, eldra fólkið talar yfirleitt góða íslensku. Fólk á mínum aldri og dáltið yngra en eftir nítján fimmtíu, fór það að breytast. .....Nítján fimmtíu ef þú komst hér inn til Árborg, þá heyrðirðu býsna marga tala íslensku á ....... sp. Það er merkilegt að það hafi haldist bara svo lengi. sv. Ég held að óvíða hafi haldist lengur en í þessum byggðum hér. Og mér þykir gaman að því. Ég var hálfpartinn að hlakka til þess að heyra talaða íslensku á Íslandi. En, svo var nú ..... maður heyrði nú ekki mikið, dálítið hérna við Þingvelli. sp. Þú hefur hlustað á útvarp og sjónvarp? sv. Nei, sjónvarp. Segir mann ekki.............en útvarpið, ég heyrði ekki nógu vel til að hafa gagn af því..................... Og það er eins núna, ég hef ekki, ég hef heyrnartæki, ég notað það þegar ég hlusta á tíví. .... Þeir álitu að það myndi ekki hjálpa mikið því ég heyri hávaðann svo vel, en ekki orðaskil .... en það hjálpar ....


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 94/3874 EF
GS 82/14
Ekki skráð
Lýsingar
Tungumál
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórunn Traustadóttir Vigfússon
Gísli Sigurðsson
Ekki skráð
24.06.1982
Hljóðrit Gísla Sigurðssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.04.2019