SÁM 90/2308 EF
Heimildarmaður heyrði margar sögur af ríkidæmi Kristjáns kammeráðs á Skarði. Þegar átti að skipta um gjaldmiðil, úr spesíum og ríkisdölum yfir í krónu átti Kristján bunka af peningum, annan í kirkjunni og hinn í bænum. Hann átti svo að hafa sagt að það brynni aldrei hvorugtveggja í einu þannig að hann væri öruggur. Þegar peningunum var skipt átti hesturinn að hafa sligast undan þunganum því peningarnir voru svo miklir. Heimildarmaður segir sögn sem hún heyrði í Reykjavík um Kristján og séra Friðrik frænda hans. Eitt sinn þegar Friðrik messaði kom Kristján með mannýgt naut í kirkjugarðinn sem öskraði. Þá átti Friðrik að hafa sagt: „Minn hefur hærra”. Kristján átti mótorbát sem hét Blíðfari og var eitt sinn í árlegri verslunarferð í Stykkishólmi. Þá hoppar fátækur maður um borð sem var verið að elta. Kristján bannar fleirum að koma um borð og siglir af stað. Sagan segir að hann hafi svo gefið manninum hest með böggum og matvöru
SÁM 90/2308 EF | |
E 70/50 | |
Ekki skráð | |
Sagnir | |
Ríkidæmi | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Ekki skráð | |
Jóhanna Guðlaugsdóttir | |
Hallfreður Örn Eiríksson | |
Ekki skráð | |
15.06.1970 | |
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar | |
Engar athugasemdir |
Uppfært 27.02.2017