SÁM 89/2064 EF

,

Heimildarmaður var eitt sinn vinnumaður á Sandeyri og eitt kvöld fór hann að sækja hestana. Þá kom þangað Þorgeir og sagði frá því að Sumarliði Brandsson póstur hefði farist. Jón var með honum en hann gekk á eftir Sumarliða. Sumarliði og hesturinn duttu fram af núp. Daginn eftir var leitað víða. Heimildarmaður lýsir vel staðháttum. Líkið fannst í fjörunni. Rétt eftir að þeir voru búnir að finna líkið heyrðu mennirnir þyt og snjóflóð féll á nokkra leitarmennina og sumir þeirra fórust. Samúel og Hafliði stóðu fyrir því að farið var að ná í líkin. Farið var á bát eftir líkunum. Átta manns fóru í þessa leit. Fimm menn voru látnir í land og áttu þeir að bera líkin í fjöruna. Bíða þurfti eftir lagi til að geta lent. Þeir fengu á sig sjó en héldu þó áfram. Bera þurfti líkin á annan lendingarstað. Hafliði fékk engan frið og var alltaf á gangi. Hann fann föt af einum manninum sem að fórst þarna og fann síðan mest allt líkið. Hann fann pósttöskuna, hnakkinn og poka Sumarliða. Hann hélt áfram að leita þangað til að hann fann hatt og staf Sumarliða. Lýsing á byggð á Snæfjallaströnd. Heimildarmaður ræðir um fólkið í sveitinni.


Sækja hljóðskrá

SÁM 89/2064 EF
E 69/36
Ekki skráð
Sagnir
Landpóstar, slysfarir, bæir, staðir og staðhættir og snjóflóð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Bjarni Jónas Guðmundsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
13.05.1969
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017