SÁM 89/1871 EF

,

Framhald sögunnar um Helgu Bárðardóttur. Heimildarmaður fann sjö skeifur við farinn veg. Helga var með gullhörpu með silfurstrengjum. Hún var alin upp af birnumjólk. Helguhóll, þar var hún grafin. Á þessum hól var smalahús. Heimildarmaður fer með vísu um það; Smalar hól á fundust fimm. Smali einn dreymdi oft Helgu og var hún þá öll í gulli. Hann gróf í Helguhól og fann hring Helgu. Hann sofnaði út af og þá birtist Helga honum og sagði honum að oft hefði hún smalað fyrir hann ánum og því skyldi hann skila hringnum eða hafa verra af. Þegar hann vaknaði skilaði hann þessu aftur.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1871 EF
E 68/58
Ekki skráð
Sagnir og lausavísur
Örnefni, fornmenn, draumar, leiði, fráfærur og hjáseta, fólgið fé og hljóðfæri
ML 8010
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Kristján Helgason
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
29.03.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 2.03.2019