SÁM 89/1960 EF

,

Samtal um drauma og frásögn. Misjafnt var hvað fólk dreymdi og hvað táknaði hvað. Einn mann dreymdi að hann væri að fiska og þá komu til hans tvær kátar stúlkur. Hann sló aðra og sagðist hún ætla að launa honum þetta. Nokkru seinna bilaði vélin í bátnum hans og hann gat ekki róið heilt sumar. Mikið hey var fyrir snjókomu. Hvítar kindur voru einnig fyrir snjókomu. Fiskur er fyrir snjókomu. Draumheilli er misjafn. Margir silfurpeningar eru fyrir veikindum. Eitt sinn dreymdi heimildarmann að hún væri á samkomu og þá var komið til hennar og henni sagt að maður vilji finna hana. Hann átti að vera fyrir ofan hús Guðs og hét húsið Vegamót. Hann var með þrjá hluti, sykurtöng úr silfri, fingurbjörg og nál. Hún tók nálina og fingurbjörgina en skyldi töngina eftir. Hann lagði ríkt á að það mætti aðeins sauma vissan saum með nálinni. Nokkrum árum seinna varð heimildarmaður veik og þá þurfti að nota tengur.


Sækja hljóðskrá

Spila næstu upptöku þegar þessari lýkur

SÁM 89/1960 EF
E 68/115
Ekki skráð
Sagnir
Draumar
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Þórunn Ingvarsdóttir
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
03.10.1968
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017