SÁM 85/299 EF

,

Á gamlárskvöld voru krakkarnir að halda brennu. Þriggja ára drengur fékk að koma með. Mamma hans sagði krökkunum að passa að hann færi ekki nálægt eldinum. Þau gleymdu sér en sáu svo hvar hann var kominn langt inn eftir götunni á hlaupum. Þau kölluðu í hann, en hann ansaði ekki. Strákurinn sagðist ekkert koma því hann væri að fara á eftir móður sinni, en hún hringlaði fallegum lyklum. Þau urðu að taka hann með valdi því hann lét illa. Lengi á eftir var hann utan við sig. Þetta hafði mikil áhrif á barnið. Áslaug í Einarslóni varð fyrir einhverju því alla tíð var hún einkennileg. Huldukona bað hana að hjálpa sér en hún þorði ekki að fara frá börnum sínum. Af því að Áslaug vildi ekki fara með henni er sagt að huldukonan hafi gert henni eitthvað svo hún var ekki heil heilsu eftir það. Áslaug mátti ekki fara neitt einförum því annars lá hún einhvers staðar yfirliðum. Um vetur dreymdi konu eina að til hennar kæmi huldukona sem bað hana um mjólk. Huldukonan sagðist láta fötuna sína á ákveðinn stað. Þegar konan vaknaði um morgunin sá hún hvar ílát stóð á búrhillunni og hún lét mjólk í hana. Svona gekk þetta í hálfan mánuð, þá dreymdi hana konuna aftur sem þakkaði vel fyrir mjólkina. Hún sagðist ekki getað launað henni, en skyldi þó reyna. Húsmóðirin sagði það óþarfi því það hafi verið alveg sjálfsagt að gefa henni mjólk. Eftir það lánaðist henni vel og börnum hennar. Amma heimildarmanns sá þetta ílát hjá konunni.


Sækja hljóðskrá

SÁM 85/299 EF
E 65/23
Ekki skráð
Sagnir
Huldufólk, áramót, hefndir huldufólks, nauðleit álfa og hyllingar huldufólks
MI F200, tmi g1301, mi f330, mi f332, scotland: f70 og scotland: f87
Ekki skráð
Ekki skráð
Ekki skráð
Júlíus Sólbjartsson
Hallfreður Örn Eiríksson
Ekki skráð
27.07.1965
Hljóðrit Hallfreðar Arnar Eiríkssonar
Engar athugasemdir

Uppfært 27.02.2017